Þriðjudagur, 17. september 2013
Eignafólkið, óreiðufólkið og ríkisstjórnin
Þjóðþrifamál eins og endurreisn Landsspítala, efling menntunar og betri lífskjör láglaunafólks munu sitja á hakanum haldi ríkisstjórnin óbreyttum kúrs frá gerð stjórnarsáttmála.
Ríkisstjórnin ætlar að umbuna eignafólki annars vegar og hins vegar óreiðufólkinu, eftir því sem best verður séð á stjórnarsáttmálanum. Þar segir
Í ljósi þess að verðtryggðar skuldir hækkuðu og eignaverð lækkaði, m.a. vegna áhrifa af gjaldþroti fjármálafyrirtækja og áhættusækni þeirra í aðdraganda hrunsins, er rétt að nýta svigrúm, sem að öllum líkindum myndast samhliða uppgjöri þrotabúanna, til að koma til móts við lántakendur og þá sem lögðu sparnað í heimili sín.
Lántakendur fá sem sagt sitt bætt og líka hinir sem áttu fasteignir er féllu í verði við hrunið.
Væri ekki nær að finna verðugri viðtakendur opinbers fjár?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.