Sunnudagur, 15. september 2013
Væntingasamfélagið
Lögfræðingur telur að kosningaloforð Framsóknarflokksins og stjórnarsáttmálinn myndi ,,réttmætar væntingar" skuldara um að fá skuldaniðurfellingu. Á þeim grunni megi reisa dómsmál þar sem sameiginlegir peningar okkar allra, ríkissjóður, væru í húfi.
Hér áður stóð almenningur halloka gagnvart yfirvaldinu sem hafði öll ráð í hendi sér. Nú er svo komið að sameiginlegum hagsmunum þjóðarinnar er ógnað af fámennum en háværum kröfuhópi skuldara.
Rökin eru ,,réttmætar væntingar."
Athugasemdir
Kosningaloforð jahá,hvenær eru þau ekki tengd útlátum ríkisins á krónum/gjaldeyri,? Það ætti því að lögsækja Steingrím J. Sigfússon fyrir svik hans í ESB. málum,Skjaldborgina ofl. Það hefur kostað okkur ógrynni fjár.
Helga Kristjánsdóttir, 15.9.2013 kl. 23:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.