Virðing á alþingi

Ávarpsorðin ,,hæstvirtur" og ,,háttvirtur" á alþingi þjóna þeim tilgangi að minna þingmenn á að þeir eru fulltrúar þjóðarinnar og verða því að gæta að lágmarskurteisi sín á milli þótt annars sé hart tekist á.

Nú ætlar einn þingmaður að skera sig úr og ekki nota ávarpsorðin með þeim rökum að þingmenn og ráðherrar eigi ekki innistæðu fyrir virðingunni sem ávarpsorðin fela í sér.

Þingmaðurinn misskilur tilgang ávarpsorðanna. Þau lýsa ekki virðingu fyrir tilteknum einstaklingum heldur fyrir hlutverki þingmanna og ráðherra - sem er að vera fulltrúar þjóðarinnar.

Ef þingmaðurinn treystir sér ekki til að sýna fulltrúum almennings virðingu þá stendur hann ekki undir þingmennsku og ætti að segja af sér.


mbl.is „Þessi ávarpsorð eru venjuhelguð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Lárusdóttir

Páll; finnst þér það hafa virkað hingað til.....? Mér var kennt að maður yrði að ávinna sér virðingu og traust með hegðun sinni og gjörðum.

Sigríður Lárusdóttir, 14.9.2013 kl. 11:10

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ný hugsun /sýn:

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1302343/

Jón Þórhallsson, 14.9.2013 kl. 11:26

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ávarpsorðum er ekki ætlað að virka á einn veg eða annan. Ásamt öðrum hefðum í störfum þingsins mynda þau umgjörð um þinghaldið. Og alþingi er ekki fyrir þingmenn heldur þjóðina. Það er ekki einstakra þingmanna að brjóta upp umgjörð þinghaldsins.

Páll Vilhjálmsson, 14.9.2013 kl. 11:55

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

sammála, Páll

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.9.2013 kl. 12:26

5 identicon

Ég greiddi Pírötum atkvæði mitt í síðustu kosningum. Ég er hins vegar ósammála þingmanninum og tel að hann eigi að starfa samkvæmt hefðum og venjum þingsins.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 14.9.2013 kl. 12:38

6 Smámynd: rhansen

Sammála Páli algjörlega ...og geti fólk ekki farið að lögum ,reglum og hefðum Alþingis sem kjörnir þingmenn ,,hvar gera menn það þá ??

rhansen, 14.9.2013 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband