Föstudagur, 13. september 2013
Samfylkingaráðherra gerði auðgunarglæpi refsilausa
Auðmenn eins og Sigurður Einarsson eiga hauka í horni þar sem Samfylkingin er. Undir forystu Björgvins G. Sigurðssonar fyrrum viðskiptaráðherra var gert refsilaust að brjóta lög um gjaldeyrisviðskipti.
Vísir fjallar um málið og segir að eftirfarandi texti hafi ,,horfið" úr lögum þegar Björgvin G. gerði lagabreytingar vegna hrunsins.
Sé brot framið í þágu lögaðila er heimilt að beita stjórnendur lögaðilans framangreindum viðurlögum [sektum og allt að tveggja ára fangelsi] og einnig er heimilt að gera lögaðilanum sekt eða sviptingu starfsréttinda.
Hverjir voru vitorðsmenn Björgvins G.?
Segir rannsóknina vera farsa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Samfylkingarþingmenn vilja líka gera lögin um landsdóm brottræk úr lagasafninu -- af augljósum ástæðum!
Jón Valur Jensson, 13.9.2013 kl. 15:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.