Gamla Evrópa, Ísland og sígildi fullveldis

Evrópusambandið hvílir á grunni stríðshræðslu. Á það minnti Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB í árlegu ávarpi til Evrópuþingsins. Í ágúst voru 99 ár frá upphafi fyrri heimsstyrjaldar og Barroso vísaði í skotgrafirnar í Frakklandi og Belgíu þar sem aldamótakynslóð Vestur-Evrópumanna eyddi sjálfri sér.

Aldamótakynslóð Íslendinga barðist fyrir að fullveldi landsins, sem fékkst í beinu framhaldi af stríðslokum árið 1918. 

Evrópumenn voru ekki fullsaddir af vopnaskaki og slitu í sundur heimsfriðinn enn og aftur laust fyrir miðja öldina. Íslendingar sáu sér leik á borði, slitu á konungssambandið við Dani og stofnuðu til lýðveldis undir lok seinna stríðs.

Ófriður í Evrópu er reglulegur frá ármiðöldum. Eftir að veldi Karlamagnúsar leið undir lok á níundu öld stefndi í ófrið milli landa er seinna urðu Frakkland og Þýskaland.

Ísland byggðist á níundu öld. Okkur hefur farnast best þegar við höfum ekki verið í ríkjasambandi við Evrópu heldur staðið á eigin fótum. Fullveldið er sígilt.


mbl.is ESB undrast ekki ákvörðun Gunnars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband