Jón Baldvin kennir HÍ grundvallaratriði

Háskóli sem ekki stendur vörð um undirstöðuhugsjónina um frjálsa hugsun er ekki margra fiska virði. Háskóli Íslands gleymdi þessari hugsjón þegar konur í kynjafræðum ákváðu að meina Jóni Baldvini að kenna smáríkjafræði við skólann. Jón Baldvin rekur skilmerkilega atburðarásina í blaðagrein.

Yfirstjórn félagsvísindadeildar átti vitanlega að hafna ritskoðun kynjafræðikvennanna enda sannleikurinn, réttlætið og skynsemi öðru megin borðsins en hinu megin öfgar, ofsóknir og móðursýki.

Illu heilli fyrir Háskóla Íslands reyndist háskólahugsjónin einskins mega sín gagnvart hótunum um að starfsfriður yrði truflaður ef Jón Baldvin fengi að kenna. 

Lögfræðingur Jóns Baldvins undirbýr málshöfðun gegn Háskólanum vegna málsins. Hér er tillaga að kröfugerð; að yfirstjórn félagsvísindadeildar sæki námskeið um hlutverk háskóla með hliðsjón af frjálsri hugsun. Kennari yrði Jón Baldvin Hannibalsson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband