Göngin og gatið á Landsspítala

Vaðlaheiðagöng munu stytta leiðina milli Húsavíkur og Akureyrar um 14 mínútur. Kári Stefánsson segir að peningarnir sem fara í göngin gætu lokað fjárlagagatinu á Landsspítala, endurreist þessa háborg heilbrigðiskerfisins og eflt til fyrri frægðar.

Göngin á Vaðlaheiði fengu þverpólitískan stuðning þingmanna úr norðausturkjördæmi og tveir þeirra eru ráðherrar núna.

Pólitík er spurning um forgangsröðun. Í tilfelli Vaðlaheiðagangna var forgangurinn rangur.


mbl.is Lækka frekar skatta en bæta heilbrigðiskerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það væri réttast að lækka laun hjá Kára Stefánssyni, fækka starfsfólki og draga saman í þessu glæpa-gæluverkefni hans, sem kallast íslensk erfðagreining.

Það væri nær að bæta laun og vinnutíma hjá stritandi láglauna-starfsfólki í heilbrigðiskerfinu og víðar. Þessi áróður Kára fyrir snobbspítalanum sem hann langar að bæta við safnið sitt, er rotinn í gegn.

Vaðlaheiðargöng þjóna þó meiri tilgangi en íslensk erfðargreining. Svo mikið er víst.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.9.2013 kl. 13:55

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Fjármagnið í Vaðlaheiðargöng kemur ekki úr ríkissjóði og er því ekki að taka frá öðrum verkefnum. Framkvæmdin er með ríkisábyrgð sem gerir fjármögnun ódýrari. Veggjald á að borga þessi göng en hvort það gengur eftir á eftir að koma í ljós.

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.9.2013 kl. 16:36

3 Smámynd: Steinarr Kr.

Fyrirtæki Kára er einkafyrirtæki og kemur ríkisreknu heilbrigðiskerfi ekki við. Hvernig yrði ríkið bætt með lækkun launa hjá honum? Fengi minni skatt.

Vaðlaheiðargöng eru með ríkisábyrgð, þannig að mjög líklega lendir góð summa á ríkinu, þegar í ljós kemur að veggjaldið stendur ekki undir þessum 14 mínútum í sparnaði.

Steinarr Kr. , 10.9.2013 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband