Fimmtudagur, 5. september 2013
Evran rýrnar, Þjóðverjar á útleið
Stýrivextir á evru-svæðinu eru 0,5 prósent en verðbólgan er 1,5 prósent í ár, samkvæmt spá Evrópska seðlabankans. Þetta þýðir að peningar sem Þjóðverjar eiga í banka rýrna með því að verðbólga étur upp sparnaðinn.
Rýrnun upp á eitt prósent á Íslandi þykir ekkert tiltökumál en það er stórmál í Þýskalandi. Frá dögum Weimar-lýðveldisins líta Þjóðverjar ekki á verðbólgu sem hagstærð heldur pólitískt upplausnarástand.
Þjóðverjar munu ekki sætta sig við gjaldmiðil sem býður upp á neikvæða raunvexti.
Vextir áfram 0,5% á evrusvæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Loll.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.9.2013 kl. 17:14
"Þjóðverjar munu ekki sætta sig við gjaldmiðil sem býður upp á neikvæða raunvexti."
Hvað ætla þeir gera þegar eftir heims stríð ástand endurtekur sig? Þeir verður að sætta sig við niðurleið.
Sem stendur eru ríki í Evru svæði sem draga á mörgu leyti Þýskaland úr kreppu. Það er staðreynð.
Andrés.si, 6.9.2013 kl. 00:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.