Miðvikudagur, 4. september 2013
Roðnum við í myrkri?
Eiginleiki mannsins til að roða þykir skera tegundina frá öðrum spendýrum. En roðnum við í myrkri þegar enginn sér til eða er þetta eiginleiki sem eingöngu kemur fram þegar aðrir sjá til?
Darwin er sagður hafa pælt í þessari spurningu þegar á 19. öld. Til skamms tíma var erfitt að mæla roða í myrkri en með hitanæmri myndatöku er það vel hægt.
Telegraph segir frá tilraun, sem að vísu hafði aðeins eina manneskju sem viðfang, þar sem prófað var hvort viðkomandi roðnaði í myrkri við að rifja upp óþægileg atvik úr lífi sínu.
Niðurstaða rannsóknarinnar: jú, við roðnum í myrkri.
Athugasemdir
Fölnum örugglega líka af myrkfælni. Árans óþægindi á yngri árum að roðna,en textahöfundi einum finnst það svo aðlandi hjá konu,að hann sannfærist um að hún sé elskan hans. Röd Stewart,,” The blush on your cheek,when ever I speak,tells me that you´r my own.,,, Rómó!!!
Helga Kristjánsdóttir, 4.9.2013 kl. 21:17
Jú, Helga, þú hittir naglann á höfuðið þarna.
Páll Vilhjálmsson, 4.9.2013 kl. 21:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.