Miðvikudagur, 4. september 2013
Evran sprengir Evrópusambandið
Þýskaland er of öflugt til að starfa jafnréttisgrundvelli með öðrum ríkjum innan gjaldmiðlasamstarfsins um evruna. Þýskaland er líka of veikt til að þvinga sínum vilja upp á samstarfsþjóðirnar 17 í evru-samstarfinu.
Rökrétt niðurstaða af þessari mótsögn er að evran mun sprengja upp Evrópusambandið, segir Dominik Geppert í bókinni: ,,Evrópa sem ekki er til. Banvænn sprengikraftur evrunnar."
Þýskalandi er kennt um ófarir Suður-Evrópu, vegna þess að gengisskráning evrunnar miðar við þýsku iðnaðarvélina sem ekkert ríki í álfunni getur keppt við. Samtímis er Þýskaland ekki nógu auðugt til að greiða niður lífskjör jaðarríkja álfunnar.
Afleiðingin er að Þýskaland er einangraði risinn í evru-samstarfinu. En gjaldmiðlasamstarfið átti einmitt að tryggja að þýski risinn yrði umkringdur vinaþjóðum sem báru enn sár eftir þýska stálið í seinni heimsstyrjöld.
Lærdómur: gjaldmiðlar standa ekki undir stórpólitísku hlutverki. Í grunninn eru gjaldmiðlar aðeins ávísun á efnisleg verðmæti.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.