Benedikt sigar félögum sínum á Bjarna Ben.

Benedikt Jóhannesson sendir völdum félögum í Sjálfstæðsiflokknum brýningu um að herja á formann flokksins, Bjarna Benediktsson, til að knýja á um að hann gefi eftir þeirri kröfu ESB-sinna að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald ESB-umsóknar Samfylkingar.

Landsfundarsamþykkt Sjálfstæðisflokksins segir að viðræður skuli stöðvaðar og að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess. Þá er sagt að þjóðaratkvæðagreiðslu þurfi til að endurvekja ESB-ferlið. Benedikt lætur meginatriði samþykktarinnar sem vind um eyru þjóta en bítur sig fastan í þjóðaratkvæðagreiðsluna, - sem hann túlkar með sínum hætti

Niðurlagið í tölvupósti Benedikts er eftirfarandi

Engum kemur á óvart að framsókn telji engu skipta hvað sagt var fyrir kosningar. En það kæmi á óvart að sjálfstæðismenn svikju loforð sem gefin voru og margstaðfest fyrir kosningar. Menn kunna að hafa mismunandi skoðanir, en heiðarlegir menn svíkja þó aldrei loforð. Það er líka óskynsamlegt þegar yfir 80% þjóðarinnar eru þeirrar skoðunar að kjósa eigi um málið.

Ég held að það sé ágætt að minna á það að þetta í samtölum og póstum til þingmanna og ráðherra. Póstfang formannsins er bjarniben@althingi.is.

Fljótlega munum við efna til funda, en þó varla fyrr en í byrjun september.

Það er óneitanlega dálítið sérstök baráttuaðferð að siga flokksfélögum á formann ríkisstjórnarflokks sem ætti að hafa í kappnógu að snúast við að halda fram stefnu flokksins og svara skeytum stjórnarandstöðunnar.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Benedikt fer gegn hagsmunum Sjálfstæðisflokksins. Í kosningunum 2009, þegar flokkurinn var í sárum eftir að Samfylkingin sleit stjórnarsamstarfinu, beitti Benedikt sér fyrir auglýsingaherferð í þágu eina kosningamáls Samfylkingar sem er innganga í Evrópusambandið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

þetta er bara hárrétt aðgerð hjá Benidikt - þessi loforð verða ekki svikin athugasemdalaust

Rafn Guðmundsson, 3.9.2013 kl. 17:28

2 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Stuðningur Páls Vilhjálmssonar gerir Bjarna Benediktssyni nú ekki beinlínis gott.

Eiður Svanberg Guðnason, 3.9.2013 kl. 22:27

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Bjarni Ben. getur engu lofað (til að halda það), sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur á móti, sem og samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn.

Helgi Magnússon, frkvstj. og ESB-maður, var með stuttan pistil á leiðarasíðu ESB-Fréttablaðsins á nýlðnum degi og virtist öflugur framan af, en svo datt stuðið á honum alveg niður og seinni dálkurinn tómar endurtekningar og klisjur. Það er líka allur vindur úr ESB-hreyfingunni á Íslandi, öfugmælasamtökin "Já Ísland" m.a.s. búin að segja upp sínur tveimur starfsmönnum og ekkert nema svartnættið framundan hjá þessu landlausa liði.

Jón Valur Jensson, 4.9.2013 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband