Laugardagur, 31. ágúst 2013
Tvöföld blekking ESB-sinna
ESB-sinnar á Íslandi ræða sjaldnast stöðu mál í Evrópu og framtíðarhorfur Evrópusambandsins. Evru-kreppan tröllríður þeim 17 ríkjum sem hafa gjaldmiðilinn að lögeyri. Ríki innan ESB sem ekki hafa tekið upp evru eru með aðild að gjaldmiðlasamstarfinu í varanlegri biðstöðu. Þetta er ríki eins og Bretland, Danmörk, Svíþjóð og Pólland.
Í stað þess að ræða stöðu ESB og hvað rök standa til þess að Ísland verði þar aðili stunda ESB-sinnar blekkingar um að ekki megi hafna ESB-aðild án þess að ,,sjá samninginn." Þetta sjónarmið byggir á tvöfaldri blekkingu.
Í fyrsta lagi að samningur um ESB-aðild feli eitthvað annað í sér en að Ísland gangi inn í sambandið með þeim skyldum sem aðild fylgja. Í öðru lagi er blekking að óskuldbindandi aðildarsamningur sé í boði. Umsóknarríki taka jafnt og þétt upp lög og reglur ESB samhliða aðildarviðræðum. Ferlið heitir ,,accession process" og hefur verið þýtt sem inngönguferli eða aðlögunarferli á íslensku.
Til að fóðra blekkinguna grípa ESB-sinnar til þess ráðs að nefna Noreg sem dæmi um þjóð sem gerði aðildarsamning, raunar í tvígang, en hafnaði í þjóðaratkvæðagreiðslu að ganga inn í sambandið. Við getum gert eins og Noregur, segir Ólafur Stephensen í leiðara Fréttablaðsins.
Norska þjóðin hafnaði aðildarsamningi við ESB í tvígang; enginn þarf að hafa áhyggjur af að lýðræðið virki ekki við þær kringumstæður.
Ólafur þykist ekki vita, eða vill ekki vita, að Evrópusambandið breytti inngönguferlinu inn í sambandið upp úr aldamótum, áður en lönd Austur-Evrópu voru tekin inn.
Í umræðunni um IPA-styrkina, sem eru styrkir sem Norðmenn fengu ekki enda aðlögunarstyrkir, viðurkenndu sumir ESB-sinnar að aðlögun væri forsenda inngöngu. Eiríkur Bergmann var fenginn á Eyjuna til að vitna og þar segir
Eiríkur rifjar upp að þessu kerfi hafi verið komið á í aðdraganda aðildar Austur Evrópuríkja sem varð árið 2004, en í stjórnsýslulegu og efnahagslegu tilliti stóðu þau höllum fæti gagnvart þeim ríkjum sem fyrir voru í ESB. Íslendingar sóttu um aðild að ESB í kjölfar hruns fjármálakerfisins og mikilla efnahagslegra þrenginga. Evrópusambandið ákvað því að veita Íslandi ríkulega IPA styrki til að undirbúa heima fyrir þá aðild sem Íslendignar sóttust eftir.
Það er ósæmilegt af ESB-sinnum að halda enn fram þeirri blekkingu að hægt sé að gera aðildarsamning við Evrópusambandið án aðlögunar. Slíkur samningur er ekki í boði.
Evrópusambandið tekur aðeins á móti alvöru umsóknum frá ríkjum sem hafa gert upp hug sinn og vilja aðild. Slagorð ESB-sinna ,,sjáum samninginn" er feluorð yfir bjölluat.
Telur að ESB muni hrynja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Páll. Það eruð fyrst og fremst þið ESB andstæðingar sem eruð að beita blekkingum og sést það meðal annars vel á þessari grein þinni.
Í fyrsta lagi þá er það hauga helvítis lygi að við tökum jafnt og þétt upp reglur ESB maðan á samningaviðræðum stendur. Við erum að breyta um 300 reglum á ári út af aðild okkar að EES samningum og þurfum við að gera það áfram þó við drögum aðildrumsókn til baka meðan við kjósum að vera áfram aðilar að EES samningum.
Steðreyndin er sú að í viðræðunum er fyrst rýnt í það hverju þarf að breyta og síðan gerð áætlun um það hvernig það er gert og er húm tímasett. Það líða venjulega um eitt og hálft til tvö ár frá því aðild er samþykkt þangað til að formlegri aðild verður. Það er á þeim tíma sem aðlögunin fer fram að mestu eða öllu leyti. Það er aðeins í þeim tilfellum sem niðurstaðan í vinnunni við að tímasetja ákveðnar breytingar leiðir í ljós að þær breytingar sé ekki hægt að framkvæma innan þess tímaramma sem til stendur að líði milli samþykktar og aðildar sem í sumum tilfellum er gerð krafa um að vinnan verði hafin áður en til þjóðaratkvæðagreiðslu kemur. En einnig eru fordæmi fyrir tímabundnum undanþágum eftir aðild í slíkum tilfellum til að ekki þurfi að hefja vinnuna fyrr. Það er samningsatriði hvor leiðin er farin í slíkum tilfellum.
Til að tryggja eins vel og kostur er að það takist að gera nauðsynlegar breytingar á þeim tíma sem er milli samþykktar og aðildar þá eru samhliða viðræðum framkvæmdar ýmsar aðgerðir til að styrkja þær stofnanir sem eiga að framkvæma breytingarnar og bæta þekkingu þeirra og ýmislegt annað til að gera þær í stakk búnar að klára málið innan tímarammans. Það er þetta sem meðal annars er framkvæmt fyrir IPA styrkina.
En lykilatriðið er þó það að það er aðiens í undantekningartilfellum sem gerð er krafa um að vinna við aðlögun sé hafin fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og það er ekki gerð krafa um neinar breytingar sem ekki eru auðveldlega afturkræfar verði aðild hafnað. Og þó aðild verði hafnað er engin krafa gerð um endurgreiðslu IPA styrkjanna.
Fullyrðingin um aðlögun samhliða aðildarviðræðum eru því einfaldlega rangfærslur til þess ætlaðar að fá fólk til fylgis við þá kröfu að slíta viðræðum á upplognum forsendum.
Það er nákvæmlega það sem stendur til boða að gera aðildarsamning og greiða síðan atkvæði um það hvort við samþykkjum hann eða ekki. Ef við samþykkjum hann þá fer í hönd aðlögun að ESB reglumn en ef ekki þá höldum við bara áfram að vinna eftir EES samningum. Það er því engin hætta sem fylgir því að klára aðildarviðræðurnar og þaðan af síður fylgir því einhver skuldbynding að ganga í ESB.
Hvað varðar Evru ríkin þá eru nokkur þeirra í miklum vanda sem er heimatilbúið klúður og nokkuð víst að þau væru í enn meiri vanda ef þau væru ekki þátttakendur í þessu samstarfi. En meirihluti ríkjanna er í ágætis málum sérstaklega með tilliti til þess að nú ríkir alþjóðleg fjármálakreppa. Evran er meðal sterkustu gjaldmiðla heimsins og lífskjör almennings í ESB ríkjum er með því besta sem þekkist í heiminum enda hefur þetta samstarf ríkjanna lyft grettistaki í að bæta lífskjör almennings í aðildrríkjunum. Það er fátt sem bendir til annars en að aðild að ESB muni bæta lífskjör almennings hér á landi og það jafnvel verulega.
Sigurður M Grétarsson, 31.8.2013 kl. 11:33
"En meirihluti ríkjanna er í ágætis málum sérstaklega með tilliti til þess að nú ríkir alþjóðleg fjármálakreppa. Evran er meðal sterkustu gjaldmiðla heimsins og lífskjör almennings í ESB ríkjum er með því besta sem þekkist í heiminum enda hefur þetta samstarf ríkjanna lyft grettistaki í að bæta lífskjör almennings í aðildrríkjunum. Það er fátt sem bendir til annars en að aðild að ESB muni bæta lífskjör almennings hér á landi og það jafnvel verulega."
Það væri mikil synd að segja að íslendingar hefðu ekki húmör. Sigurður M Grétarsson er mikill húmöristi í það minnsta. Þvílík bévítans dellan sem getur oltið upp úr svona húmöristum...Ja hérna barasta....;-)
Halldór Egill Guðnason, 31.8.2013 kl. 11:45
Halldór. Þetta var ekki grín, þetta er staðreynd. Getur þú fært rök fyrir öðru? Það er staðreynd að öll ríki sem gengið hafa í ESB hafa uppskorið bætt lífskjör fyrir almenning þó vissulega sé efnahagur ESB ríkja háður sveiflum eins og hjá öðrum ríkjum.
En hefur þú hugleitt af hverju fleiri og fleiri ríki ganga í ESB en ekkert ríki hefur gengið úr ESB þó það sé opin leið til þess? Vissulega má segja að Grænland hafi gengið úr ESB en þeir fóru reyndar þar inn sem viðhengi við Danmörku á sínum tíma án þess að vilja það sjálfir og fóru því út þegar staða þeirra gagnvart Dannmörku breyttist þannig að það var möguleiki.
Sigurður M Grétarsson, 31.8.2013 kl. 12:39
gaman að lesa þetta rugl
sést í hugarheim vitleysings.
enda fær enga vinnu nema kennari í einhverjar spenasugu hjá hinum opinbera
ef maðurinn væri í vinnu í einkafyrirtæki þá væir hann rekinn vegna vanhæfis.
páll er á ríkisjötunni og verð sína blóðpeningar með kjafti og klóm..... finnst fínt að hennda 20 milljörðum í landbúnaðarkerifð... finnst mjög gama í gjaldeyrihöftunum sem gerir það að verkum að nýsköpunarfyrirtæki fljýja land... jú páll hefur lausn.. veiða meiri maktríl. þetta er svo sorglegur málfutningur að páll er út á túni þegar kemur að rökfræði... enda eru rökin hans ekki til.
Sleggjan og Hvellurinn, 31.8.2013 kl. 13:49
ESB-sinnar eru eitthvað hvekkir í dag. Skammir um einstaklinga, sem hversu orðljótar, bæta ekki málstað þeirra sem vilja Ísland í Evrópusambandið.
Sigurður M. Grétarsson vill ekki vita að lífskjör á Íslandi eru betri en að meðaltali í Evrópusambandinu. Þess vegna munum við greiða með okkur í sambandið. Sjá
http://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/1166354/
Páll Vilhjálmsson, 31.8.2013 kl. 15:56
krónan kostar okkur 110milljarða á ári
þannig að þessi svokallaður "borga með" málfutningur er bara rugl
Sleggjan og Hvellurinn, 31.8.2013 kl. 18:56
Páll. Eina ástæða þess að lífskjkör hér eru betri en að meðaltali í ESB ríkjunum er sú að það hafa mörg fátæk austur Evrópuríki gengið í ESB og við það hafa meðaltekjur í ESB lækkað verulega. Ef við berum okkur saman við nágrannaríki okkar sem eru í ESB þá förum við heldur halloka í þeim samanburði.
Vissulega er það rétt að það kostar að taka þátt í þessu samstarfi en það kemur margt á móti. En öll takmörk á milliríkjaviðskiptum eru til þess að draga lífskjör niður og því batna lífskjör við að fella niður höft á milliríkjaviðskiptum. Öll ríki sem gangið hafa í ESB hafa uppskorið bætt lífskjör fyrir almenning og það er ekkert sem bendir til þess að annað verði upp á teningnum ef við berum gæfu til þess að gerast þátttekendur í þessum samstarfsvettvangi lýðræðisríkja Evrópu.
En varðandi ljót orð þá er einfaldlega orðin ansi þreytt þessi síendurtekna rangfærsla þín og sumra annarra ESB andstæðinga að aðildarviðræðurnar feli í sér aðlögun samhliða aðildarviðræðunum þannig að við verðum að fullu búin að aðlaga okkur þegar viðræðunum lýkur. Þegar rugl eins og þetta er síendurtekið þó margoft sé búið að benda viðkomandi á að þetta er rangt þá er ljóst að viðkomandi er að fara með þessar rangfærslur gegn betri vitund. Það að fara rangt með staðreyndir gegn betru vitund heitir einfallega "lygi" á íslensku á mannamáli. Og lygi heldur áfram að vera lygi hversu oft sem hún er endurtekin.
Sigurður M Grétarsson, 31.8.2013 kl. 19:56
svo er náttúrulega ekkert að því að borga 20 milljarða á ári í landbúnarkerfið.
Sleggjan og Hvellurinn, 31.8.2013 kl. 23:37
Sleggjan, "svo er náttúrulega ekkert að því að borga 20 milljarða á ári í landbúnarkerfið." Hvað ert þú að tala um að sé í þessum 20 miljörðum? Síðast þegar ég athugaði (og spurði þig út í það) þá svaraðir þú því til að þetta væri Háskólarnir, hafró og fleira tengt sjáfarútveginum. Ekki vildir þú vera svo vænn að byrta það aftur fyrir mig svo ég geti rifið á þig enn eitt rassgatið.
"Eina ástæða þess að lífskjkör hér eru betri en að meðaltali í ESB ríkjunum er sú að það hafa mörg fátæk austur Evrópuríki gengið í ESB og við það hafa meðaltekjur í ESB lækkað verulega." Hvernig er það sigurður, lest þú ekki það sem þú setur fram eða? Þetta sem þú notar sem mótrök er meðal annars ástæðan(ásamt mörgu öðru) fyrir vandamálum ESB.
Einnig er þér tíðrætt Sigurður um að allt sem þú sérð sé orðið þreytt, en það eina sem sé í raun og veru þreytt er málflutningur um hvað ESB og evran sé frábært. Sérstaklega í ljósi ástandsins á meginlandinu
Brynjar Þór Guðmundsson, 1.9.2013 kl. 10:42
ég vill ekki eyða orku í einstakling sem hefur ekki vit á málefninu og er að úhýsa upplýsingaröflum til viðkoamndi sem hann er a rökræða.
merki um fáfræði.. og ég eyði ekki tíma í þanni flólk. Það er ekki mitt flutverk að kenna þér og fræða.
þú getur bara farið í það sjálfur
Sleggjan og Hvellurinn, 1.9.2013 kl. 10:57
Ástæðan fyrir því að ekki tókst að gera aðildarsamning við Evrópusambandið í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. er að stjórnin hafði ekki þingstyrk til að knýja fram breytingar sem Evrópusambandið setti sem skilyrði fyrir framgangi viðræðnanna.
Evrópusambandið orðar það skýrt og skorinort að ferli umsóknarríkis inn í sambandið felur í sér aðlögun. Á ensku heitir ferlið ,,accession process."
IPA-styrkirnir eru aðlögunarstyrkir. Jafnvel ESB-sinnar eins og Eiríkur Bergmann viðurkenna það.
ESB-sinnar verða viðurkenna grunnstaðreyndir til að hægt sé að þoka umræðunni áfram.
Páll Vilhjálmsson, 1.9.2013 kl. 11:03
Samingurinn var ekki kláraður vegna þess að Jón Bjarna var að tefja ferlið.
Svo eru þetta viðræður ekki aðlögun.
Enda getur þú Páll ekk nefnt EIN lög sem hefur verið breytt vegna aðildarferlsins?
Ég bið bara um ein lög???
En IPA styrkirnir vour m.a notaðir til þess að við getum uppfyllt EES samninginn.... en svo betur fer höfum við klippt á hann og Selfoss getur áfram droppa mannnakúk í hvítá.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 1.9.2013 kl. 11:16
Viðræður Íslands við ESB um aðild strönduðu á því að ríkisstjórn Jóhönnu Sig. hafði ekki afl til að gera breytingar á íslenskum lögum og reglum til samræmis við kröfu ESB.
Hér að neðan er hlekkur á bréf frá ESB til íslenskra stjórnvalda frá 1. sept. 2011 þar sem þeim er tjáð að samningskaflinn um landbúnað verður ekki opnaður nema að uppfylltum tilteknum skilyrðum.
Bréfið staðfestir að ESB-ferlið er ekki aðeins viðræður heldur aðlögun.
http://www.vidraedur.is/media/landbunadarmal/Bref-polsku-formennskunnar.pdf
Páll Vilhjálmsson, 1.9.2013 kl. 12:21
þessi linkur sannar minn málflutning
að ísland er ekki búinn að breyta neinu regluverki í tengslum við umsóknina... þetta var einfaldlega um það að við höfum áætlun EF við göngum inn þ.e að þjóðin segir já.
Sleggjan og Hvellurinn, 1.9.2013 kl. 17:15
Sleggjan, Viltu ekki koma með þetta eða ertu hræddur? Það er hin eðlilegastir hlutur að vera hræddur, sérstaklega í ljósi þess hvernig þú fórst út úr því síðast.
"að ísland er ekki búinn að breyta neinu regluverki í tengslum við umsóknina.." Ef um væri að ræða viðræður eða að "kíkja ó pakkann", hvers vegna ættum við þá að vera að breyta nokkru fyrir inngöngu? Lýtur út fyrir að þú sleggja sért að skjóta niður þinn enginn málflutning
Brynjar Þór Guðmundsson, 1.9.2013 kl. 18:02
hverju erum við að breyta varðandi umsóknina Brynjar?
fyrir utan það sem við þurfum hvort sem er í gegnum EES samninginn
það hefur enginn NEI sinni bent á eitt atriði.... og ég hef spurt af þessu núna í fjögur ár.
Sleggjan og Hvellurinn, 1.9.2013 kl. 22:11
"On behalf of the Meber States of the Europian Union, we would like to inform you that folowing the screening of the acquis in the chapter 11, Iceland cannot be considered sufficiently prepepard for negotiations on this chapter." Hvað er verið að biðja um þarna?
Hvaða tvær breytingar þurfum við að framkvæma á sjávarútvegslögunum til þess hægt sé að hefja viðræður við ESB?
Þar fyrir utan átt þú enn eftir að koma með útlistun á þessum 20 miljörðum, eða ertu hræddur við eitthvað? Eitthvað eins og síðast?
Brynjar Þór Guðmundsson, 2.9.2013 kl. 12:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.