Evrópa í viðjum ónýtra hugmynda

Hálfa síðustu öld var Austur-Evrópa ánetjuð sósíalískri hugmyndafræði sem hrundi þegar almenningur gafst upp á stjórnmálastéttinni og gerði byltingu. Í skjóli sósíalismans í austri varð til önnur ónýt hugmynd í Vestur-Evrópu, sem er að binda ólíkar þjóðir saman með gjaldmiðli.

Evrópusambandið fóstraði þessa arfavitlausu hugmynd og setti framtíð sína að veði; án evru engin Evrópa segja leiðandi stjórnmálamenn. Í Brussel er talað um ,,pólitískan vilja" til að halda í evru-samstarfið. Í raun er átt við að stjórnmálaelítan í Evrópu getur ekki hugsað sér annan veruleika en Evrópusambandið.

Í vikunni kom út bók eftir þýska blaðamanninn Henryk M. Broder. Í bókinni líkir hann Evrópusambandinu við misheppnaða sósíalismanum í austri. Ónýtum hugmyndum verður ekki bjargað. Spurningin er aðeins hve lengi þær lifa og hve kostnaðurinn verður mikill við að halda ónýtu þeim gangandi. 

Fyrr heldur en seinna mun samstaða evru-ríkjanna bresta. Rétt eins og samstaða sósíalísku ríkjanna brast.


mbl.is Óvíst hversu mikið Grikkir þurfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Milli ríkja ESB hefur verið fastgengisstefna í marga áratugi. Munurinn á því að taka upp sameiginlegan gjaldmiðil í stað þess að taka upp fastgengisstefnu felst að mestu í því að menn losna við gjaldmiðilsskipti. Vissulega eru ókostir við sameiginlegan gjalmdiðil en kostirnir eru mun fleiri.

Sigurður M Grétarsson, 29.8.2013 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband