ESB-umsóknin dauð án meirihluta á alþingi

Þingmeirihlutinn á bakvið ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur samþykkti að sækja um aðild að Evrópusambandinu sumarið 2009. Meirihlutinn, sem ávallt stóð tæpur eftir átökin við að koma umsókninni í gegnum þingið, gat ekki lokið ESB-ferlínu fyrir lok kjörtímabilsins.

Flokkarnir sem fengu meirihluta á alþingi í kosningunum í vor, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, eru báðir andvígir aðild Íslands að Evrópusambandinu eru með skýrar og ótvíræðar samþykktir um þá stefnu.

Algerlega er óhugsandi að ESB-ferlið haldi áfram á meðan núverandi meirihluti ræður ríkjum á alþingi. Það er aðeins útfærsluatriði hvernig ESB-umsókninni er pakkað saman og ESB-ferlinu slitið.


mbl.is „Orð þingmannsins dæma sig sjálf“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

ESB ferillinn er í dauðateigunum og er á öndunarvél og það er kominn tími til að slökkva á öndunarvélini, Ríkisstjórnin gerir það með að setja fram þingsályktunartilögu um að slíta ESB ferlinu fyrir fullt og allt, þegar þing kemur saman, sjálfan þingsettningar daginn.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 28.8.2013 kl. 20:22

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Staðreynd #1: Ísland á ekki kost á neinum sérstökum   aðildarskilmálum öðrum en þeim sem skráðir eru í Lisabon sáttmálann. Þetta er hægt að fá staðfest með því að lesa einfaldlega vefsíðu stækkunarstjórnar sambandsins.

Spurning #1: Hefur farið fram þjóðaratkvæðagreiðsla um hugsanlegan aðildarsamning Íslands, þ.e.a.s. Lisabon sáttmálann, á grundvelli umræddrar þingsályktunar?

Spurning #2: Er það ekki fyrrverandi ríkistjórn sem sótti um ESB aðild, sem er í raun og veru sú sem er brotleg við eigin þingsályktun, með því að hafa aldrei haldið þjóðaratkvæðagreiðslu um Lisabon sáttmálann?

Staðreynd #2: Lisabon sáttmálinn hefur legið fyrir í íslenskri þýðingu í utanríkisráðuneyti Össurar Skarðhéðinssonar allan tímann sem ekki hefur verið haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um hann, í fullkomnum blóra við umrædda þingsályktun.

Spurning #3: Hver er ráðherraábyrgð Össurar vegna framangreindrar vanrækslu?

Guðmundur Ásgeirsson, 28.8.2013 kl. 22:16

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Össur er vinstriflokkamaður og það gilda öðruvísi reglur um vinstriflokkafólk, það sjáum við best á því að Landsdómur er ekki settur í gang eftir alla þá vitleysu sem fyrrverandi Ríkisstjórn gerði og afglöp í starfi í þokkabót.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 28.8.2013 kl. 22:43

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

“Það er aðeins útfærsluatriði hvernig ESB-umsókninni er pakkað saman og Esb,ferlinu slitið”.Þar með endar ævintýri Össurar um þennan dularfulla pakka;” Return to sender” ,Það er lagið!!

Helga Kristjánsdóttir, 29.8.2013 kl. 00:37

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Elvis Presley þú ert sennilega á mínum aldri Helga.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 29.8.2013 kl. 02:13

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nei vinur ég er á mínum,,,en veistu mörg barna og barnabarna minna finnst Elvis “geðveikt góður”.

Helga Kristjánsdóttir, 29.8.2013 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband