Þriðjudagur, 27. ágúst 2013
Neysla og ábyrgðarleysi skuldara
Drjúgur hluti af fasteignalánum, sem tekin voru á tímum útrásar, fóru í neyslu. Fólk veðsetti húseignir sínar til að kaupa sér dýra bíla, fara í ferðalög og almennt lifa um efni fram.
Þegar Framsóknarflokkurinn gaf undir fótinn með að greiða upp fasteignalán fólks sendi flokkurinn út skilaboð um að skuldsettir einstaklingur bæru ekki ábyrgð á sínum lánum, ríkið myndi sjá um að greiða skuldirnar.
Stefna Framsóknarflokksins beinlínis framleiðir ábyrgðarleysi í fjármálum. Fréttir berast af nýjum ,,viðskiptavinum" umboðsmanns skuldara og ættu þær ekki að koma á óvart. Þegar búið er lofa niðurfellingu skulda er kominn efnahagslegur hvati til skuldasöfnunar.
Skuldarar yngri og búa í leiguhúsnæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvenær hefur því verið haldið fram að ríkið myndi greiða skuldir einstaklinga?
Erlingur Alfreð Jónsson, 27.8.2013 kl. 11:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.