Meðallaun 522 þús. á mánuði

Laun félagsmanna BHM, fólk með að lágmarki þriggja ára háskólanám að baki, voru að meðaltali 522 þúsund krónur. Miðað er við febrúarmánuð í ár.

Sumar starfsstéttir, t.d. kennarar, liggja töluvert að baki meðaltalinu. Í fyrra voru meðallaun framhaldsskólakennara 378 þúsund.

Kennarar eru með lausa samninga um áramótin. 


mbl.is Gegnumgangandi launamunur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru skólastjórnendur taldir til kennara?

Um 30% svarenda í könnun BHM fara með mannaforráð og í mörgum aðildarfélögunum tilheyra yfir- og undirmenn sama félagi.

Annars verður að hafa í huga að þarna fara saman margar og ólíkar stéttir, sumar með há grunnlaun og aðrar með lág, sumir með vaktir, bakvaktir og yfirvinnu, aðrar með einfalt dagvinnukaup.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 26.8.2013 kl. 16:46

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Jú, Hans, eflaust þarf að hafa fyrirvara þarna á. Ég las fréttina þannig að um væri að ræða mánaðarlaun án yfirvinnu og annarra greiðslna.

Páll Vilhjálmsson, 26.8.2013 kl. 18:24

3 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Launamunur kynja innan bandalagsins er tæp 12% þegar tekið hefur verið tillit til þekktra áhrifaþátta eins og vinnustunda, menntunar o.fl.

Miðað við þessar upplýsingar þá tek ég þessa könnun með MIKLUM fyrirvara.

Á meðan það er ekki allt saman tekið inn í þá segir þessi könnun í raun ekki neitt, seinasta könnun sem ég sá þar sem allt var tekið fyrir og það var tekið fram í þeirri könnun hvaða þættir voru teknir fyrir, s.s. Staða starfsmanns, yfirvinna/dagvinna, einkageirinn/ríkisgeirinn, starfsaldur, samfelldur starfsaldur, menntun, menntun í starfsgrein, fjölskyldu fólk/einhleypt fólk, aldur, starf...  ásamt fleiri hlutum sem ég man ekki þá kom það í ljós að munurinn var í kringum 0.7% sem er innan skekkjumarka.

Án þess að vita það fyrir víst þar sem það er ekki tekið fram, en þar sem munurinn er svona mikill að þá efast ég um að þessi könnun taki til allra þátta sem ákvarða laun og því er lítið að marka hana.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 26.8.2013 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband