Vinstriflokkarnir, Vilmundur og skítapakkið

Stjórnmálaflokkar þjóna fleiri en einu hlutverki. Eitt er að skaffa bitlinga handa flokkshestum. Vilmundur heitinn Gylfason, sem hrökklaðist úr Alþýðuflokknum, lýsti því þannig að eftir hverjar kosningar kæmi skítapakkið og vildi sitt.

Í sögulegu samhengi torveldaði ásókn flokkshesta krata í bitlinga samstarf við forvera VG, þ.e. Alþýðubandalagið og þar áður Sósíalistaflokkinn. Og enn sinna kratar sérgæskunni. ESB-umsóknin er umsókn um bitlingahaga Brussel fyrir embættismenn og háskólaborgara.

Rökrétt er að Árni Þór Sigurðsson, ESB-maðurinn í VG, hvetji til samstarfs vinstriflokkanna. Hann er með kratíska nálgun til valda.

 


mbl.is Vill kosningabandalög vinstriflokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Jötukratar.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.8.2013 kl. 14:40

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Já jötukratar.

Hrólfur Þ Hraundal, 25.8.2013 kl. 16:29

3 Smámynd: Örvar Már Marteinsson

Nú af hverju gengur hann bara ekki í Samfylkinguna? Var hún ekki einmitt til þess ætluð, en VG fólkið vildi ekki? Af hverju skiptir hann núna um skoðun? Hentar vel núna?

,,Bara ef það hentar, bara ef það hentar mér...."

Örvar Már Marteinsson, 25.8.2013 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband