Laugardagur, 24. ágúst 2013
Samherjavinur VG á bak og burt?
Besti vinur Samherja í VG er án efa Björn Valur Gíslason varaformaður VG. Bæði ber hann blak af Samherja í opinberri umræðu, starfar hjá dótturfyrirtæki Samherja og er kominn í þá stöðu í bankaráði Seðlabankans að gæta hagsmuna útgerðarrisans.
VG, sem ekki stendur fyrir við-græðgisvæddu heldur vinstri-grænir, er flokkur sem sækir fylgi sitt til miðaldra háskólaborgara sem finnst fiskilykt vond og telur útgerðina afætu á þjóðinni. Björn Valur fellur ekki alveg í kramið hjá baklandi VG.
Nú herma fregnir að Björn Valur sé um það bil að gefa upp á bátinn forystuhlutverk hjá VG. Kannski fær hann þægilega innivinnu hjá Samherja.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.