Landsbyggðin og höfuðborgin

Á meðan Reykjavík er höfuðborg landsins getur hún ekki hagað sér eins og eyland. Uppbygging opinberrar þjónustu í Reykjavík er fjármögnuð með skattfé allra landsmanna.

Nær öll stjórnsýslan er með höfuðstöðvar í Reykjavík og þar er bráðaþjónusta við veika og slasaða. Þessar tvær ástæður einar og sér eru nægar til að halda flugvellinum í Vatnsmýrinni.

Borgarstjórn Reykjavíkur hlýtur að kannast við að almannahagur krefst þess að flugvöllurinn verði áfram miðstöð samgangna milli landsbyggðar og höfuðborgar.


mbl.is 48.000 undirskriftir safnast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Páll, ekki treysta um of á borgarstjórn Reykjavíkur.

Fólk sem smalar saman einum þriðja hluta þjóðarinnar á þröngt svæði í miðborginni árlega og kallar það menningarhátíð er ekki á vetur setjandi.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.8.2013 kl. 13:45

2 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Sammála þér Páll. Þeir verða að fara að átta sig á því þessir herramenn í borgarstjórn, Dagur B, Gnarrinn, ásamt Gísla M, að Reykjavík er ekki bara höfuðborg reykvíkinga, hún er höfuðborg allra landsmanna. Eins og þú nefnir er opinber þjónusta öll í Reykjavík, og uppbygging hennar af skattfé okkar Íslendinga allra. Fari svo að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrini, hlýtur það að vera krafa okkar landsbyggðarfólks, að e.h. af opinberri þjónustu flytjist út á land. Eynfaldara getur það ekki orðið.

Hjörtur Herbertsson, 24.8.2013 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband