Fimmtudagur, 22. ágúst 2013
Pyntingar í pólitík
Íslenskir ESB-sinnar fá reglulega tækifæri til að taka brjálæðiskast vegna þess að ríkisstjórnin bútar hægt og rólega niður ESB-umsóknina. Í stað þess að afhausa ESB-umsókn Samfylkingar strax eftir kosningar er fyrst gert hlé á aðildarferlinu, þá vinna stöðvuð í ráðuneytum og svo féllu IPA-styrkirnir dauðir.
Um tíma hélt RÚV við vonarglóðinni um þjóðaratkvæðagreiðslu en síðan var slökkt á henni. Núna eru það samninganefndirnar sem stendur til að leysa upp ,,til að þeir sem þar hafa setið geti snúið sér að öðrum verkefnum, segir utanríkisráðherra.
Við sérhvern áfanga í sundurlimun ESB-umsóknar gólar samfylkingarfólk, kveinkar sér og segir himinn og jörð um það bil að farast.
Ef það er skipulögð aðferðafræði að láta ESB-sinna kveljast sem lengst gengur það fjarska vel.
Þingsályktun um ESB ekki bindandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fyrst var salami-aðferðin notuð á íslenskar ríkisstofnanir en þu er henni beint að ESB-umsókninni. Kallað að gjalda líkum líkt.
Ragnhildur Kolka, 22.8.2013 kl. 14:22
Jamm, það er gaman að hlusta á vælið. Spurningin er bara hversu lengi þetta væl á eftir að endast áður en þetta fólk hættur þessari ESB áráttu og snýr sér að eitthverju öðru.
Sveinn Dagur Rafnsson (IP-tala skráð) 22.8.2013 kl. 19:29
Einmitt segið svo að við stöndum ekki í skilum og borgum fyrir okkur,þennan líka þunga vinstri handar kinnhest.
Helga Kristjánsdóttir, 22.8.2013 kl. 20:43
Bjartur í Sumarhúsum skrifa pistil...gaman að sjá
Jón Ingi Cæsarsson, 23.8.2013 kl. 12:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.