Fimmtudagur, 22. ágúst 2013
Umpólun í pólitíkinni útskýrir hörkuna
Lengstum á síðustu öld voru pólarnir í íslenskri pólitík Sjálfstæðisflokkur annars vegar og hins vegar Alþýðubandalag/Sósíalistaflokkurinn. Hinir tveir flokkarnir í fjórflokkakerfinu, Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur, voru miðjuflokkar.
Andstæðir pólar í dag eru Sjálfstæðisflokkur og Samfylking. Framsóknarflokkur er áfram miðjuflokkur og VG er kominn þangað líka.
Þeir sem efast um þessa greiningu ættu að lesa blogg Stefáns Ólafssonar, sem er einn helsti hugmyndafræðingur Samfylkingar.
Á meðan umpólun stjórnmálalífsins fer fram er eðlilegt að úfar rísi og stórkarlalegar sendingar gangi manna á milli. Stjórnmálaumræðan verður ekki slétt og felld fyrr en að umpólunin er um garð gengin.
Einungis 14% treysta Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ætli aðal umpólunin snúist ekki frekar um viðhorf til ESB aðildar. Fjórflokkurinn er sá sami. Skiptir engu þótt maður eins og Stefán Ólafsson sé eitthvað að fabúlera á prívat bloggsíðu. Samfylkingin með Árna Pál og Katrínu er jafn hægrisinnuð og obbinn í Sjálfstæðisflokknum. Því Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf verið stór hægri-krataflokkur og ekkert annað. SUS ararnir hafa fengið að álykta um kapitalisma og frjálshyggju en það hefur aldrei verið stefna sjálfstæðisflokksins í reynd
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 22.8.2013 kl. 16:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.