Miðvikudagur, 21. ágúst 2013
Krónan ekki ónýt - heldur bankarnir
Ólafur Margeirsson hagfræðingur gerir samanburð á yfirstandandi kreppu og fyrri kreppum. Ein meginniðurstaða Ólafs er eftirfarandi
Síendurtekið gengisfall krónunnar nánast allt frá því íslenskt bankakerfi var stofnað hefur ekkert að gera með að hún sé ónýtur gjaldmiðill. Gjaldeyrisvandamál Íslendinga hafa alltaf verið afleiðing af því að bankakerfið fær að þenja út skuldir og peningamagn í umferð nánast eins og því lystir.
Bankarnir sem búa til útlán án þess að eiga innlán á móti eru sökudólgarnir á verðbólgubálinu, segir hagfræðingurinn.
Athugasemdir
Krónan er tæki til að lækka laun. Ársæll Valfells gæti útskýrt fyrir alþingismönnum hvað hægt er að gera og ekki gera. Már Guðmundsson gerir það ekki
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 21.8.2013 kl. 18:02
Páll...ert þú einn af þeim sem halda að peningarnir séu búnir til í bönkunum ?
Jón Ingi Cæsarsson, 22.8.2013 kl. 12:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.