Egill, Stefán Ólafs og umræðuvillan

Umræðuvakinn Egill Helgason og Stefán Ólafsson prófessor láta pólitíkina ganga fyrir skynsemi í umræðunni Evrópumál. Báðir segjast þeir vilja ,,kíkja í pakkann" og gefa þannig undir undir fótinn samfylkingaráróðri að hægt sé að fá óskuldbindandi samning hjá Evrópusambandinu til að kjósa um.

Evrópusambandið býður ekki upp á slíka leið inn í sambandið. Hér er texti frá ESB sem útskýrir ferli umsóknarríkis inn í sambandið, sjá bls 9:

The term "negotiation" can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate's adoption, implementation and application of EU rules - some 100,000 pages of them. And these rules (also known as the acquis, French for "that which has been agreed") are not negotiable. For candidates, it is essentially a  matter of agreeing on how and when to adopt and  implement EU rules and procedures. For the EU, it  is important to obtain guarantees on the date and  effectiveness of each candidate's implementation of the rules.

Á íslensku: ,,Hugtakið ,,samningar" getur verið misvísandi. Aðildarsamningar einblína á skilyrðin og tímasetningar á aðlögun umsóknarríkis að reglum ESB, sem telja 100 þúsund blaðsíður. Reglurnar (sem stundum eru kallaðar ,,acquis", sem franska og þýðir ,,það sem hefur verið samþykkt), er ekki hægt að semja um. Hvað umsóknarríki áhrærir snýst málið um hvernig og hvenær skuli aðlaga sig að reglum og ferlum ESB. Hvað ESB áhrærir er mikilvægt að fá tryggingu fyrir því að umsóknarríki innleiði reglurnar á skilvirkan hátt á umsömdum tíma."

Umræða um Ísland og Evrópusambandið getur ekki byggst á því að ,,kíkja í pakkann" - einfaldlega vegna þess að sú leið er ekki í boði.

Egill og Stefán myndu gera umræðunni stóran greiða með því að ræða Evrópusambandið og ferli umsóknarríkja inn í það á réttum forsendum; sum sé þeim að aðeins þjóð sem ætlar sér inn í sambandið sækir um aðild, hálfkák er ekki fær leið. Vonandi er það ekki til of mikils mælst.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Trúir þjónart samfylkingarutvarpsins.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 20.8.2013 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband