Þriðjudagur, 20. ágúst 2013
Fáir Gyðingar en mikið hatur
Í Illsku, skáldsögu Eiríks Arnar Norðdahl, segir frá smáþorpi í Litháen þar sem bjuggu 5500 manns fyrir seinni heimsstyrjöld, þar af tæplega helftin Gyðingar. ,,Í dag búa um fjórtán þúsund manns í Jurbarkas en enginn þeirra er Gyðingur," segir í bókinni.
Bókin gefur tilefni til að rifja upp hve Gyðingar eru fáir. Ef allir heimsins Gyðingar byggðu eitt þjóðríki yrði stærð þess mælt í íbúafjölda á milli Hollands og Belgíu, - sem eru lítil miðlungsríki í Evrópu.
Samkvæmt yfirliti hafa Gyðingar aldrei verið fleiri en við upphaf seinni heimsstyrjaldar, en þá voru þeir tæpar 17 milljónir. Þjóðríki Gyðinga var ekki til á þessum tíma og þeir hvarvetna í minnihluta.
Þessi fámenni hópur fólks fær yfir sig meira hatur en nokkur sambærilegur trúarhópur í samanlagðri sögu mannsins.
Merkilegt.
Athugasemdir
Sæll Páll; sem oftar - og fyrri, og aðrir gestir, þínir !
Í sjálfu sér; er ekkert út á Gyðinga að setja, sem fólk - umfram aðra.
Heldur; og miklu fremur, hin ógeðfellda og undirförula hugmyndafræði, sem Gyðingdómurinn; átrúnaðurinn sjálfur, felur í sér - líkt Múhameðstrúnni, hjá þeim. sem hana iðka.
Móse - Abraham; og Múhameð, eru ALVERSTU skaðvaldar gjörvallrar þekktrar sögu, og er þá nokkuð til mikils jafnað reyndar, síðuhafi góður.
Kreddur Gamla Testamentis; - sem Kórans, eru með ÖLLU óboðlegar, í okkar samtíma, og með aukinni upplýsingu, frá ýmsum óþverra forneskjunnar.
Með beztu kveðjum; sem áður - og fyrri, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.8.2013 kl. 12:03
Heill og sæll Páll.
Mikið er ég sammála þér. Það er með ólíkindum hvað hatur í garð Gyðinga er víðfeðmt og virðist vera í mikilli sókn á vesturlöndum. Í ríkjum sem kenna sig við lýðræði og mannréttindi fer Gyðinga hatur vaxandi og hver skildi nú ástæðan vera fyrir því? hún er ekki auðséð.
Gyðingar eiga fullan rétt á tilveru sinni eins og annað fólk, burt séð frá átrúnaði þeirra. Átrúnaður Gyðinga felst ekki í því að drepa aðra eða beita hryðjuverkum, þvert á móti hefur ríki Gyðinga, Ísrael, tekið opnum örmum fólk úr ýmsum áttum og af ýmsum trúarbrögðum, það eru jafnvel til arabískir múslímar sem eru með Ísraelskan ríkisborgararétt. Þessir arabar taka fullan þátt í Ísraelsku þjóðlífi og fá að halda í sinn átrúnað í friði, en það verður ekki sagt um nágrana þeirra.
Tómas Ibsen Halldórsson, 20.8.2013 kl. 12:29
Frábært, Óskar Helgi kemur strax með afsökun fyrir gýðingahatrinu. Efast um að meira verði sagt við þessu, enda gýðingahatur í lagi hjá þeim sem stunda pólitíska rétthugsun.
Steinarr Kr. , 20.8.2013 kl. 21:11
Sælir; á ný !
Steinarr Kr. . !
Ólíkt þér; gerir Tómas Ibsen mér ekki upp, skoðanirnar, enda drengur góður - og alltaf málefnalegur, í sinni orðræðu.
Þú ættir; að lesa þér betur til, á minni síðu, áður en þú tekur til, við fullyrðingarnar og hnýfilyrðin í minn garð, Steinarr minn.
Viljir þú; marktækur kallast - á annað borð !
Ekkert síðri kveðjur; hinum fyrri, samt sem áður /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.8.2013 kl. 22:54
Ég hef nýlokið við lestur skáldsögu sem á að gerast á 13. og 14. öld. Sögusvið bókarinnar, sem heitir Kirkja hafsins, er Barcelóna á Spáni. Hún styðst við sögulegar heimildir og segir m.a. frá Svarta dauða. Við lestur bókarinnar rifjaðist það upp fyrir mér að gyðingum var kennt um faraldurinn. Þar sem þeir höfðu verið ofsóttir áður bjuggu þeir í afgirtum hverfum en verðir konungs stóðu gjarnan vörð innan við hliðin að hverfum þeirra en höfðu sig ekki mikið í frammi utan þeirra.
Gyðingarnir voru konunginum og öðrum sem tilheyrðu þáverandi valda- og eignastétt mjög mikilvægir þar sem þeim einum var leyfilegt að lána peninga með vöxtum. Kaþólska kirkjan bannaði slík viðskipti en fór samt sjálf í gegnum gyðinganna með þess háttar viðskipti.
Vena þessa voru gyðingarnir konunginum og öðrum sem tilheyrðu valda- og eignastétt miðaldanna svo mikilvægir að konungurinn léði þeim einhvers konar sýndarvernd. Fórnarkostnaður gyðinganna var hins vegar mjög hár. Í hvert skipti sem upp úr sauð meðal almennings vék vörðurinn af vettvangi fyrir múgnum sem þurfti að á útrás að halda fyrir reiði sína. Það gengu nefnilega sögur um gyðinganna sem byggðust á því að þeir höfðu aðra trú og aðra siði henni tengda.
Með svarta dauða fór sú saga á kreik að þeir hefðu sést við vatnsból í borgunum í Evrópu þar sem þeir settu einhverja ólyfjan út í drykkjarvatnið. Afleiðingarnar urðu þær að almenningur réðst inn í gyðingahverfin og slátruðu þeim. Gyðingahverfið í Barcelóna var meðal þeirra sem var lagt við jörðu og öllum gyðingunum slátrað.
Það er heldur ekki langt síðan ég las bókina Frönsk svíta sem líka er byggð á sannsögulegum heimildum en hún fjallar um seinni heimstyrjaldina. Sú sem skrifar bókina var dóttir gyðinga sem höfðu flúið gyðingaofsóknirnar í Rússlandi á fyrri hluta tuttugustu aldarinnar. Sjálf var hún tekin af lífi í Auswitch haustið 1942. Henni tókst að ljúka tveimur fyrstu köflum bókarinnar áður en franska lögreglan sótti hana til að koma henni þangað sem Þjóðverjar sóttu gyðingana til Frakklands til að flytja þá í útrýmingabúðir í Þýskalandi eða Póllandi.
Bókin Frönsk svíta fjallar ekki um gyðingaofsóknir seinni heimsstyrjaldarinnar en í lok bókarinnar og á bókarkápu er lífssaga höfundarins rakin. Þ.á m. baráttusaga skáldkonunnar við að koma sjálfri sér og fjölskyldu sinni undan gyðingaofsóknunum. Dætrunum tókst að bjarga með því að flytja þær þvers og krus um Frakkland og leyna þeim m.a. í hellum en foreldrarnir voru báðir líflátnir í útrýmingarbúðum Nasista.
Bréf eiginmanns skáldkonunnar til vina þeirra innan frönsku yfirstéttarinnar þar sem hann grátbiður þá að beita áhrifum sínum til að ná henni úr klóm Þjóðverja virðast jafnvel hafa orðið til þess að hann var sóttur skömmu á eftir henni til að hljóta sömu örlög. Vinaáttutengsl þeirra við frönsku yfirstéttina, sem þau tilheyrðu áður en farið var að þjarma að gyðingum í Frakklandi, komu þeim að engu haldi.
Einhverjar fréttir sem berast nú frá Egyptalandi benda til þess að gyðingar standi enn einu sinni frammi fyrir slátrun sem eru réttlættar með uppruna þeirra og trúarbrögðum. Það er því ekki ofsögum sagt að gyðingar hafa öðrum þjóðflokkum fremur þurft að sæta óhugnanlegum örlögum fyrir trú sína.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 21.8.2013 kl. 03:09
Komið þið sæl; á ný !
Rakel; fornvinkona góð !
Hátterni Gyðinga; með óboðlegum kreddum sínum, hefir verið þeirra stærsti Akkilesarhæll, frá öndverðu.
Létu þeir; sem og Múhameðskir, af yfirgengilegri trúar heimsku sinni, væri þeim tekið - eins og hverjum öðrum.
Hvernig; skyldi standa á tiltölulegu kyrrlætinu, í kringum Hindúa og Bhúddatrúarmanna, til dæmis, Rakel mín ?
Með beztu kveðjum; sem öðrum - og fyrri /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.8.2013 kl. 12:23
Skoðaði síðuna þína Óskar. Þar vellur hatrið og þekkingarleysið fram. Mun ekki reyna að eiga frekari orð við þig hér eftir.
Steinarr Kr. , 22.8.2013 kl. 19:31
Komið þið sæl; sem fyrr !
Steinarr K. . !
Vertu þá bara áfram; í þínum þrönga Fílabeinsturni, sem sjóndeildarhring, dreng tetur.
Ég hyggst ekki; biðja þig - né neinn annan afsökunar á, að vera ekki í einhverjum hóp strikamerkja einsleitra, Steinarr minn.
En; þverhausa sem þig, sem kjósið mötun tiltekinna Vestrænna upplýsingaveitma gagnrýnislaust, bið ég vel að lifa, í ykkar sýndarveruleika, eftir sem áður.
Hinar sömu kveðjur; sem fyrri - að sjálfsögðu /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.8.2013 kl. 20:24
Hvaða trú er það aftur sem þeir stunda þarna í Tíbet? og ekki man ég betur en Hindúum hafi verið slátrað miskunnarlaust í upphérðuðum Indlands hér fyrir ekki svo mörgum áratugum. Ekki veit ég til þess að nokkur hafi reynt að snúa sökinni upp á þá sjálfa heldur slátrara þeirra eins og ég taldi að væri viðtekið gagnvart slátrurum almennt sama hvaða trú þeir hafa stundað sem verða fyrir sveðju þeirra.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 23.8.2013 kl. 23:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.