Þriðjudagur, 20. ágúst 2013
Evrópa klúðrar mannréttindum
Mannréttindi eru ónýt í Evrópu þar sem dómstóllinn sem á að gæta hagsmuna þeirra er telja á sér brotið er svo til óvirkur - er með yfir hundrað þúsund mál í bið.
Á þessa leið væri yfirlýsing ýmissa bloggara og álitsgjafa hér á landi ef um íslenskan dómstól væri að ræða. Þar stendur Evrópa (les Evrópusambandið) fyrir skilvirkni, skynsemi, hagkvæmni og fleiri góða eiginleika á meðan Ísland stendur fyrir það sem er hallærislegt, ónýtt og vitlaust.
Blæbrigðin tapast oft í umræðunni. Sumt er gott í Evrópu en annað síður og sama gildir um Ísland. Við, sem byggjum landið, berum meiri ábyrgð á orðspori Íslands en álfunnar fyrir austan okkur. Gætum að því, eins og skynsami dálkahöfundurinn á síðustu öld lauk gjarnan máli sínu með.
Óhóflegur fjöldi mála bíður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.