Maðurinn sem RÚV talar ekki við

Ef RÚV vildi upplýsa um stöðu ESB-málsins í stað þess að stunda pólitískar aðgerðir í þágu ESB-sinna hefði RÚV talað við formann utanríkismálanefndar alþingis og þingmann Sjálfstæðisflokksins, Birgi Ármannsson.

Birgir er lykilmaður á alþingi í meðferð ESB-málsins og býr að langri þingreynslu. En RÚV ræðir vitanlega ekki við Birgi vegna þess að erindi RÚV við þjóðina er að afla málstað ESB-sinna fylgis.

Þess vegna ræðir RÚV við nýgræðing á alþingi, Vilhjálm Bjarnason, sem er einn af tveim eða þrem þingmönnum Sjálfstæðisflokksins er tekið hefur undir það sjónarmið að ,,kíkja í pakkann." 

Einörð ESB-afstaða fréttamanns RÚV í Speglinum kemur strax fram í upphafi viðtalsins við Vilhjálm. Fréttamaðurinn nánast segir berum orðum að loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu sé að finna í stjórnarsáttmálanum. 

Þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðnanna, það er skýrt. En utanríkisráðherra Framsóknarflokksins er á annarri skoðun og kannski fleiri úr hans flokki en það breytir ekki stjórnarsáttmálanum. Vilhjálmur Bjarnason, hvenær verður umrædd þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald viðræðnanna?

 Stjórnarsáttmálinn segir eftirfarandi um ESB-málið:

Gert verður hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og úttekt gerð á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan sambandsins. Úttektin verður lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni. Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Hér ekkert loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna. Aðeins er sagt að það verði ekki haldið lengra í málinu nema þjóðaratkvæði komi til.

Vilhjálmur, sem er kettlingur í póltík, lætur nota sig í þágu áróðurs RÚV um að ríkisstjórnin hafi lofað þjóðaratkvæðagreiðslu. 

Birgir Ármannsson hefði ekki látið plata sig. Þess vegna vildi RÚV ekki tala við hann.


mbl.is Þjóðaratkvæði sjálfstæð ákvörðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Própaganísk ESB-þjónkun Samfylkingarsinnaðra fréttamanna Rúv er orðin aumlega áberandi. Þeir snúa ennfremur blinda auganu að þeirri staðreynd, að eini flokkurinn sem hafði "ESB-aðild" á stefnuskrá sinni í vor náði ekki nema 12% atkvæða í kosningunum.

En fátt er svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott. Þetta léttir róðurinn þeim þingmönnum sem eins og Illugi Gunnarsson hafa hugrekki til að skera niður í hinni margmisnotuðu stofnun Rúvsins.

Jón Valur Jensson, 19.8.2013 kl. 20:58

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Própagandísk ... !

Jón Valur Jensson, 19.8.2013 kl. 20:59

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég hef horft heyrt og skynjað lymskulegar aðfarir þeirra. Þannig valdi Egill/Silfur ávalt veiku peðin,þá sjaldan að einhverjum var boðið sem taldist stjórnarandstæðingur fyrri ríkisstjórnar,svo dæmi séu tekin.

Helga Kristjánsdóttir, 19.8.2013 kl. 22:33

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Glöggt athugað, Helga.

Jón Valur Jensson, 19.8.2013 kl. 23:06

5 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ég sendi Páli og Óðni hjá Rúv póstana þína - Óðinn var látinn svara og hann sagði allt sem í póstinum stóð ( mínar athugasemdir væntanlega ) vera rugl. Það væri fróðlegt að taka saman misnotkun þeirra á Ríkisútvarpi vinstri manna.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 20.8.2013 kl. 06:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband