Mánudagur, 19. ágúst 2013
Maðurinn sem RÚV talar ekki við
Ef RÚV vildi upplýsa um stöðu ESB-málsins í stað þess að stunda pólitískar aðgerðir í þágu ESB-sinna hefði RÚV talað við formann utanríkismálanefndar alþingis og þingmann Sjálfstæðisflokksins, Birgi Ármannsson.
Birgir er lykilmaður á alþingi í meðferð ESB-málsins og býr að langri þingreynslu. En RÚV ræðir vitanlega ekki við Birgi vegna þess að erindi RÚV við þjóðina er að afla málstað ESB-sinna fylgis.
Þess vegna ræðir RÚV við nýgræðing á alþingi, Vilhjálm Bjarnason, sem er einn af tveim eða þrem þingmönnum Sjálfstæðisflokksins er tekið hefur undir það sjónarmið að ,,kíkja í pakkann."
Einörð ESB-afstaða fréttamanns RÚV í Speglinum kemur strax fram í upphafi viðtalsins við Vilhjálm. Fréttamaðurinn nánast segir berum orðum að loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu sé að finna í stjórnarsáttmálanum.
Þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðnanna, það er skýrt. En utanríkisráðherra Framsóknarflokksins er á annarri skoðun og kannski fleiri úr hans flokki en það breytir ekki stjórnarsáttmálanum. Vilhjálmur Bjarnason, hvenær verður umrædd þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald viðræðnanna?
Stjórnarsáttmálinn segir eftirfarandi um ESB-málið:
Gert verður hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og úttekt gerð á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan sambandsins. Úttektin verður lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni. Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.
Hér ekkert loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna. Aðeins er sagt að það verði ekki haldið lengra í málinu nema þjóðaratkvæði komi til.
Vilhjálmur, sem er kettlingur í póltík, lætur nota sig í þágu áróðurs RÚV um að ríkisstjórnin hafi lofað þjóðaratkvæðagreiðslu.
Birgir Ármannsson hefði ekki látið plata sig. Þess vegna vildi RÚV ekki tala við hann.
Þjóðaratkvæði sjálfstæð ákvörðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Própaganísk ESB-þjónkun Samfylkingarsinnaðra fréttamanna Rúv er orðin aumlega áberandi. Þeir snúa ennfremur blinda auganu að þeirri staðreynd, að eini flokkurinn sem hafði "ESB-aðild" á stefnuskrá sinni í vor náði ekki nema 12% atkvæða í kosningunum.
En fátt er svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott. Þetta léttir róðurinn þeim þingmönnum sem eins og Illugi Gunnarsson hafa hugrekki til að skera niður í hinni margmisnotuðu stofnun Rúvsins.
Jón Valur Jensson, 19.8.2013 kl. 20:58
Própagandísk ... !
Jón Valur Jensson, 19.8.2013 kl. 20:59
Ég hef horft heyrt og skynjað lymskulegar aðfarir þeirra. Þannig valdi Egill/Silfur ávalt veiku peðin,þá sjaldan að einhverjum var boðið sem taldist stjórnarandstæðingur fyrri ríkisstjórnar,svo dæmi séu tekin.
Helga Kristjánsdóttir, 19.8.2013 kl. 22:33
Glöggt athugað, Helga.
Jón Valur Jensson, 19.8.2013 kl. 23:06
Ég sendi Páli og Óðni hjá Rúv póstana þína - Óðinn var látinn svara og hann sagði allt sem í póstinum stóð ( mínar athugasemdir væntanlega ) vera rugl. Það væri fróðlegt að taka saman misnotkun þeirra á Ríkisútvarpi vinstri manna.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 20.8.2013 kl. 06:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.