Framsóknarflokkur styrkir sig; VG stærri en Samfó

Stóru tíðindin í þessari könnun er að Framsóknarflokkurinn er búinn að ná vopnum sínum annars vegar og hins vegar að VG styrkir stöðu sína sem leiðandi afl á vinstri vængnum á meðan Samfylking er föst í fylginu sem flokkurinn fékk í kosningunum, um 13 prósent.

Þrjár ástæður eru fyrir fylgisaukningu Framsóknarflokksins. Þær heita Sigurður Ingi Jóhannsson atvinnumálaráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Vigdís Hauksdóttir þingmaður. Þessi þrjú hafa staðið vaktina fyrir Framsóknarflokkinn svo að eftir er tekið.

Á vinstri kantinum er það að frétta að Samfylkingin festir sig í sessi sem ESB-kverúlantaflokkur á meðan VG sækir í sig veðrið. VG skartar formanni sem fólk hlustar á og býr að traustri málefnastöðu.


mbl.is Tæpur helmingur styður stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband