Mánudagur, 19. ágúst 2013
12,9% flokkurinn fastur í ESB-hjólförum
Einn flokka var Samfylkingin með aðild að Evrópusambandinu á stefnuskrá í þingkosningunum í lok apríl. Flokkurinn fékk stuðning 12,9 prósent kjósenda. Formaður flokksins, Árni Páll Árnason, lærði ekkert af niðurstöðu kosninganna og heldur fast við ESB-stefnuna sem skildi flokkinn eftir í sárum.
Árni Páll telur sig eiga sóknarfæri vegna umræðu um ósamstöðu í ríkisstjórnarflokkunum í afstöðunni til þess hvernig eigi að slíta ESB-ferlinu sem hófst með samfylkingarumsókninni 16. júlí 2009.
Með því að spóla áfram í ESB-hjólförunum grefur formaður Samfylkingarinnar sig og flokkinn niður í málefnalegu eðjuna sem skilaði 12,9 prósent fylgi fyrir þrem mánuðum.
Óskar eftir upplýsingum frá Gunnari Braga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kannski er eðlilegt að Samfylkingin spóli sig þarna fastar niður.
Enda eina baráttumálið sem þessi flokkur hefur.
Birgir Örn Guðjónsson, 19.8.2013 kl. 14:23
Páll ert þú gjörsamlega að missa þig? Bendi þér á að Björt framtíð var fékk nú hvað um 9% og var mOg ert þú virkilega dottinn niður í að segja að flokkar sem hafa 12,9% eigi ekki tilverurétt? Erum við við sem fylgjandi samning um inngöngu í ESB eitthvað sem eigum ekki tilverurétt?
Svona gott þá að þú ert bara aumur bloggari en ekki í valdstöðum. Því ekki vildi ég hafa svona afturhald, íhaldsemi og skoðanakúgara með meiri völd. Nóg að hafa Framsókn og Sjálfstæðisflokk við völd.
Minni þig á að það var ekki Árni Páll sem setti það sem eitt af aðal stefnumálum Samfylkingar að ganga í ESB. Heldur hefur það ítrekað verið samþykkt á Landsfundum flokksins. Og þar til að annað verður samþykkt þar þá treysti ég því að Árni Páll haldi þessu máli vakandi. Þeir sem ekki eru sammála ganga væntanlega í Heimssýn og stefna með félögum sínum á torfkofana aftur.
Magnús Helgi Björgvinsson, 19.8.2013 kl. 14:28
Er enginn að átta sig á muninum á rétti og meirihluta?
Óskar Guðmundsson, 19.8.2013 kl. 14:31
Magnús Helgi loksins að átta sig á því að allir eigi sér tilverurétt. Ekki seinna vænna, nú þegar Samfó er ekki lengur í stjórn.
Ragnhildur Kolka, 19.8.2013 kl. 15:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.