Mánudagur, 19. ágúst 2013
Gunnar Bragi kann pólitík
Utanríkisráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson, framfylgir stefnu beggja stjórnarflokkanna þegar hann stöðvar aðildarferli Íslands inn í Evrópusambandið. Báðir flokkarnir, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, eru með það í stefnuskrám sínum að Íslandi sé betur borgið utan ESB en innan og jafnframt að stöðva skuli aðildarferlið.
Gunnar Bragi sýnir staðfestu og málafylgju sem Sigmundur Davíð og Bjarni Ben ættu að taka sér til fyrirmyndar.
Á meðan ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er við völd er ekki ástæða til að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarferlið inn í ESB. Þjóðin tók ákvörðun í vor þegar eini ESB-flokkur landsins, Samfylkingin, fékk 12,9 prósent atkvæði.
Ekki litið á Ísland sem ríki í umsóknarferli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Af hverju sækirðu ekki um sem pistlahöfundur á Evrópuvaktinni?
Þú er hvort sem er eins dráttarklár með blöðkur fyrir báðum augum sem sér ekkert nema það sem er beint fyrir framan þig.
Jack Daniel's, 19.8.2013 kl. 11:37
Þessi ESB umræða er smjörklípa.
Steinarr Kr. , 19.8.2013 kl. 12:22
Sæll Páll; sem oftar - og aðrir gestir, þínir !
Páll !
Er nema von; að fornvinur minn Hrafnkell (Jack Daniel´s) spyrji spurningarinnar, af gefnu tilefni, líklegast.
Og; taka vil ég fram, sem oftar, að aukin samskipti, við Ameríkurnar þrjár, auk Asíu og Afríku, eru heillavænlegri að mínu áliti, en sá hluti Evrópu, sem Þjóðverjar eru búnir að gera, að heimagarði sínum (ESB); algjörlega.
Þér; að segja Páll, er Gunnar Bragi Sveinsson, einn þeirra liðléttinga, sem Þórólfur Gíslason og Valgerður Sverrisdóttir og lið þeirra, höfðu aðgang að, í ráni þeirra, á sjóðum Samvinnutrygginga, á sínum tíma.
Kannski; skiptir svoleiðis ''lítilræði'' þig litlu máli, þegar þú berð fram óverðskulduð hrósyrðin, til þessa óheflaða og siðlausa spjátrungs, norðan úr Skagafirði, síðuhafi góður ?
Með kveðjum; úr Árnesþingi, öngvu; að síður /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.8.2013 kl. 12:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.