Bloggherinn á Eyjunni

Helsti vettvangur fótgönguliða í bloggher, auðmanna eða annarra, er Eyjan. Á Eyjunni hittast almannatenglar og pólitískir aðgerðasinnar af ýmsum sortum. Eigandi Eyjunnar er Björn Ingi Hrafnsson sem gerði ,,díl aldarinnar" þegar hann sem borgarfulltrúi leiddi saman auðmenn og Orkuveitu Reykjavíkur í brask með auðlindir í eigu almennings.

Þótt ekki sé hægt að heimfæra alla þá sem skrifa undir merkjum Eyjunnar undir bloggher eru þeir engu að síður margir þar sem taka þátt í blogg áhlaupum sem einkenna læk-stjórnmál.

Síðasta skipulagða áhlaup blogghersins var á Vigdísi Hauksdóttur. Eyjan raðaði upp neikvæðum fréttum og bloggum af Vigdísi í nokkra daga og svo hnykkti ritstjóri Eyjunnar, Magnús Geir Eyjólfsson, á kröfu blogghers Eyjunnar að Vigdís yrði sett á hliðarlínuna.

Bloggherinn á Eyjunni vill völd og þau eru m.a. mæld með því hvort farið sé að kröfum blogghersins.


mbl.is Bloggher gæti komið til varnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Páll,

Hvað með blogg herinn gegn RÚV?  Sýnist hann orðinn ansi sterkur þessa dagana og halda til á mbl.is, eða hvað?

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 17.8.2013 kl. 15:09

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

RÚV-herinn, Eyju-stórskotaliðið og Hjálpræðisherinn sameinist í þessum mótmælum: http://www.ipetitions.com/petition/stopeufishgreed/

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 17.8.2013 kl. 16:24

3 identicon

Meðvirknis-herinn, það er herinn hér. Því sjáðu til, til að hrun og eftirleikur hruns geti verið með jafn fáránlegum hætti og er hér á landi, þá þarftu samherja sem leika með sitthvoru liðinu. Annar möguleiki kemur ekki til greina - gögn fyrir og eftir hrun staðfesta það svo um munar.

Einn er vondur einn daginn, annar í öðru er vondur næsta dag. Og meðvirknin ágerist - hægt og rólega. Þar til fólk vaknar upp af næstu martröð leikritsins sem grunnskólakrakkar væru stoltir af því að semja.

Flowell (IP-tala skráð) 17.8.2013 kl. 17:37

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Svo eru einstakir Eyjarmenn verðlaunaðir með fastráðningu hjá RÚV

Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.8.2013 kl. 17:52

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæll Arnór! þú ert mér minnisstæður þegar þú skýrðir út fyrir mér hvað Drómasýki er,ólæknandi að sagt er og ekkert tengt neinu í umhverfi fólks,er því ,,bara,, veiki. Þessu líkt er sinnuleysi og blind trú á Íslendinga, hverra flokka sem þeir eru,að þeir myndu aldrei leggjast svo lágt að vinna að því öllum árum,að afhenda útlendingum fjöregg þjóðarinnar. Hvernig verður þeim við sem hafa sungið lofsöngva,hrærð á merkisdögum,þegar nýir vald hafar troða í svaðið allt sem þeim er heilagt.----- Þeir áður sinnulausu af blindri trú, hafa séð hvað þeirra bíður ef þeir stoppa ekki þá sem sóttu um Esb,inngöngu af okkur forspurðum. Sagt er að mestu valdi sá sem upphafinu veldur,þess vegna er það ofur eðlilegt að Vigdís færi fram á leiðréttingu,þegar fréttastofa RÚV,hafði eftir henni ,,illa fengnir I.P. styrkir,, Fyrigefið netið er farið að lata illa svo ég segi bestu kveðjur

Helga Kristjánsdóttir, 17.8.2013 kl. 18:08

6 Smámynd: Elle_

Arnór, ert þú í her gegn RUV?  'Eg neita að vera í neinum her gegn RUV þó ég hafi gagnrýnt rangfærslur í RUV síðan Brusselplágan og ICESAVE heltóku landið með hjálp mikluminnihluta Össurar og co.  Styrmir Gunnarsson skrifar:
Hollráð fyrir stjórnendur RÚV

Elle_, 17.8.2013 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband