Fréttamaður RÚV hótar bloggara málshöfðun

Fréttamaður RÚV hefur falið lögfræðingi að senda síðuhafa hótun um málssókn vegna bloggfærslu fyrr í sumar þar sem RÚV var sakað um að falsa ummæli forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Fréttamaðurinn telur vegið að æru sinni þótt hvergi sé vikið að nafni fréttamannsins í færslunni.

Í bloggi 16. júlí undir fyrirsögninni RÚV falsar ummæli forseta ESB er fjallað um ranga þýðingu á orðunum ,,either within or outside the accession process." Fréttamaðurinn þýddi orðin með ,,hvort sem aðildarviðræður halda áfram eða ekki."

Ekki undir nokkrum kringumstæðum er hægt að þýða ,,accession process" sem ,,aðildarviðræður" heldur verður að segja ,,inngönguferli" eða ,,aðlögunarferli" eða eitthvað svipað. 

Fréttin sem er tilefni hótunarinnar birtist í hádegisfréttum. Í sömu frétt sama fréttamanns um kvöldið var búið að þýða ,,accession process" sem ,,aðildarferli" og þar með viðurkennt að þýðingin í hádeginu hafi verið röng.

Fréttamaðurinn heitir Anna Kristín Pálsdóttir og lögfræðingur hennar, Kristján Þorbergsson, skrifar síðuhafa bréf þar sem segir: 

Með færslu á vefsíðunni Tilfallandi athugasemdir þann 16. júlí undir fyrirsögninni: RÚV falsar ummæli forseta ESB berið þér hana þeim sökum að hún ljúgi vísvitandi að þjóðinni og stundi það sem þér nefnið fréttafölsun í því samhengi.

Í framhaldi segir Kristján að ummælin séu refsiverð skv. ákvæðum XXV. kafla almennra hegningarlaga og gefur 15 daga frest að bregðast við bréfinu.

Óneitanlega er það nýstárlegt að starfandi fréttamenn hóti þeim málssókn sem gagnrýna störf þeirra opinberlega. Og að það skuli vera fréttamaður á ritstjórn RÚV sem reynir að þagga niður gagnrýni á fjölmiðill ríkisvaldsins er eiginlega svo langsótt að það tekur ekki tali.

Fleira er undarlegt í bréfinu en það verður að bíða annars bloggs. Núna þarf ég að fara í klippingu til að gera mig sætan fyrir réttarsalinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

"Fölsun" er stórt orð sem vísar í alvarlegt afbrot.

hilmar jónsson, 15.8.2013 kl. 16:34

2 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Það sakar ekki að vitna hér beint í stækkunarstjóra ESB, Ollie Rehn um svokallaðar „aðildarviðræður, en þar kemur merking orðsins „accession“ vel fram:

„First, it is important to underline that the term “negotiation”can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate’s adoption, implementation and application of EU rules – some 90,000 pages of them. And these rules (also known as “acquis”, French for “that which has been agreed”) are not negotiable. For candidates, it is essentially a matter of agreeing on how and when to adopt and implement EU rules and procedures. For the EU, it is important to obtain guarantees on the date and effectiveness of each candidate’s implementation of the rules“.

Vilhjálmur Eyþórsson, 15.8.2013 kl. 16:45

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Væntanlega er lögmaður fréttamannsins vel að sér í tungumálum og þýðingum. 

Hitt má svo líka vona að íslenskir skattgreiðendur þurfi ekki að  greiða lögmannskostnaðinn vegna vanþekkingar fréttamannsins í þeim efnum.

Kolbrún Hilmars, 15.8.2013 kl. 17:58

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Gangi þér vel Páll

Mínar bestu óskir til þín

og góðar kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 15.8.2013 kl. 20:58

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það að vega að æru frétamanns með því að ásaka hann ranglega um fölsun á ekkert skylt við málefnanelga gagnrýni heldur er einfalega alvarlegur atvinnurógur. Það er ekkert athugavert við það að menn leiti réttar síns við slíkar aðstæður og á það ekkert skylt við þöggun.

Staðreyndin er sú að það er engin orðabók sem tekur undir þína þýðingu á þessum orðum en allar taka undir þýðingu fréttamannsins. Það er því þín þýðing Páll sem er röng en þýðing fréttamannsins er rétt. Þessi texti sem Vilhjálmur Eyþórsson vitnar í breytir engu um það enda margbúið að sýna fram á það að hann sýnir ekki á nokkurn hátt fram á að við séum í aðlögunarferli að ESB vegna aðildarumsóknar okkar enda erum við alls ekki í því heldur í viðræðuferli.

Það að nafngreina ekki fréttamannin skiptir engu máli þegar ljóst er við hvern er átt.

Staðreyndin í málinu er þessi. Með grein þinni Páll vóst þú alvarlega að æru fréttamannsins með röngum og ómaklegum ásökunum um fölsun og þarft einfaldlea að svara fyrir það. Þú værir maður að meiri ef þú bæðist afsökunar á þessum ómaklegu ásökunum þínum og leitaðir sátta í málinu. Annars er fullkomlega eðlilegt að þú þurfir að svara fyrir svona miðyrði fyrir dómstólum. Fari svo er ekki við neinn annan en þig sjálfan að sakast.

Þessar ómaklegu og óverðskulduðu ærumeiðingar þínar í garð þessa fréttamanns segja meira um þig en hann.

Sigurður M Grétarsson, 15.8.2013 kl. 22:27

6 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sigurður Grétarsson er maður sem stundaði það um árabil að skrifa um Palestínumál og tjá sig með fúkyrðum um Ísrael í vinnutíma á bloggum annarra, meðan hann sat í vinnunni á Tryggingarstofnun Íslands. Ég sendi kvörtun til yfirmanns hans.

Hann þykist vita hvað ærumeiðingar eru. Eitt sinn var hann í fríi Tælandi a með konu sinni og börnum. Í stað þess að leika sér á ströndinni, hafði hann ekkert vitrænna en að spamma blogg mitt með fúkyrðum um Ísraelsríki og gyðinga, úr 8 mismunandi tölvum. Hann fann sér ávallt nýja, í hvert skipti sem ég lokaði á hann. 

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 16.8.2013 kl. 08:46

7 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson. Talandi um að fara í mannin en ekki boltann. Í stað þess að svara athugasemd minni málefnanelga ræðst þú á mig og æru mína með lygum og óhróðir. Þessi orð þín segja meira um þig en mig.

Staðreyndirnar eru þesar. Vissulega hefur það komið fyri að ég hafi skrifað blogg í vinnunni en ég er fyrir löngu hættur því. Það hefur þó aldrei verið nema lítið brot af mínu bloggi.

Ég hef ekki skrifað fúkyrði um Ísrael hvorki á þinni bloggsíðu né annars staðar. Ég hef gagnrýnt framerði Ísraela gagnvart Pelstínumönnum enda eiga Ísraelar skilið mikla og harða gagnrýni fyrir þá miklu grimmd sem þeir hafa sýnt Palestínumönnum. Þessi gagnrýni mín hefur verið bæði málefnanleg og verðskulduð.

Hvað skrif mín á þína bloggsíðu varðar þá er nauðsynlegt að hafa það í huga að þín skrif eru mjög einhliða þar sem að mestu er verið að lepja upp lygaárðóður Íslaela frá lygaáróðursmiðlum eins og Israel today og Honest reporting. Þar ert þú svo sannarlega mikið að ástunda óverðskulduð fúkyrði og lygar um Palestínumenn. Þegar einhver kemur síðan eins og ég gerði að koma með athugsemdir þar sem lygunum er svarað og SANNLEIKUEINN sagður þá trompast þú og eyst í menn fúkyrðum og ásakar að ósekju um "gyðingahatur", "stuðning við hryðjuverkamenn" og "stuðning við ætlunarverk Hitlers". Öll þessi fúkyrði hef ég fengið frá þér þó ég hafi aldrei skrifað neitt sem gefur tilefni til slíks.

Þetta á ekki bara við um mig. Þú eyst þessum fúkyrðum algerlega óverðskuldað hægri vinstri eins og þér væri borgað fyrir það. Þú hefur meðal annars ásakað Svein Rúnar Hauksson formann félagsins Ísland Palestína um bæði gyðingahatur og suðning við hryðjuverkamenn þó hann hafi aldrei skrifað neitt sem gefur tilefni til slíks.

Þú vitnar líka oft í svo vægt sé til orða tekið undarlegar skilgreiningar á gyðingahatri þar sem meðal annars er gagnrýni á Ísraela flokkuð sem gyðingahatur.

Ef þeir sem þú eyst með þessu hætti yfir fúkyrðum fyrir að voga sér að gagnrýna Ísrael og styðja frelsisbaráttu Palestínumanna á þinni bloggsíðu gefast ekki upp á að setja athugasemdir þar þá lokar þú misskunarlaust á þá. Enda má sjá það þegar fjallað er um málefni Íslaels og Paletínu á bloggsíðunni þinni að þar eru nánast einungis já bræður þínir að gera athugasemdir þó skoðanakannanir sýni að aðeins 3% þjóðarinnar séu í þeirra hópi. Öðrum kastar þú út af síðunni fyrir það eitt að vera annarrar skoðunar en þú. Það má Páll Vilhjálmsson þó eiga að hann gerir það ekki mér vitandi allavega.

Hvað varðar það að finna sífellt nýjar tölvur úti í Tælandi til að skrifa athugasemdir á bloggsíðuna þína á þá er staðreyndin sú að á helstu ferðamannastöðu8m Tælands eru netkaffi á hverju strái og tugur tölva í flestum þeirra. Það væri því erfitt að ná að nota alltaf sömu tölvuna en ekki það að finna sífellt nýja tölvu. En ástæða þess að ég gerði þetta er einmitt sú að þú hendir mönnum miskunarlaust út af bloggsíðunni þinni fyrir það eitt að koma fram með SANNLEIKANN um málefni Ísraels og Palestínu þegar þú ert að halda lygaáróðrinum á lofti. Þess vegna ákvað ég að stríða þér með því að koma alltaf inn með nýja og nýja athugasemd þar sem ekkert mál var fyrir mig að vera alltaf í nýrri og nýrri tölvu. Önnur ástæða var sú að það sveið mér sem stuðningsmanni frelsisbárátatu Palestínumanna að sjá allt bullið í þér sem varst einn af því sem kallað hefur verið "forsíðubloggarar" hjá mbl.is það er bloggarar sem var vísað í beint af fréttasíðu mbl.is og því mikið lesið blogg. Ég vildi því koma leiðréttingum fram fyrir þann fjölda sem kom inn á síðuna.

En Vilhjálmur. Hvernig væri að ræða það sem Páll vakti máls á í athugasemdum í stað þess að vera að bera á borð ærumeiðingar og lygar um aðra bloggara?

Sigurður M Grétarsson, 16.8.2013 kl. 16:16

8 Smámynd: Björn Heiðdal

Hæ hæ Sigurður M.

Sé ekki betur en þú viðurkennir allt sem Villi ber upp á þig.  Þú getur varla þá endað pistilinn á að segja að þetta sé allt lygar ef þú gengst við þessu í setningunni á undan.  Dáldið fyndið ekki satt?

Síðan hefur Palli rétt fyrir sér en ekki þessi fréttakona.  Hennar þýðingar var kolröng og tóm blekking.  Kannski vissi hún ekki betur eða þetta er stöðluð þýðing hjá RÚV.

En það bara skiptir ekki máli því borgarar þessa lands og líka Palli eiga fullan rétt að kalla fréttamenn lygara, aumingja og líka fífl án þess að fá málssókn í hausinn frá handhöfum sannleikans. 

Málsókn Gunnlaugs á hendur Teiti Atlasyni er ágætt dæmi um þetta.  Viljum við virkilega sjá málaferli hægri og vinstri útaf smá óvarlegum dónaskap á netinu.  Ég segi nei! 

Björn Heiðdal, 16.8.2013 kl. 19:36

9 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Björn. Það er undarlegur skilningur þinn á orðum Vilhjálms em þú lest út úr því játningar á óhróðri hans og lygum um mig.

Hvað varðar þýðnguna þá eru allar orðabætkur sem ég hef flett upp í ásamt Google translate semmála þýðingu Önnu Kristínar en engin sammála Páli. Það er því alveg ljóst að það er þýðing Páls sem er kolröng en ekki fréttakonunar.

Það að kalla mann fíl er eitt en að væna menn um lygar og falsanir er allt annað. Það er meiðyrði og atvinnurógur sem getur meiðyrðalöggjöfinni er einmitt ætlað að standa vörð um. Það er ekki eðlilegt að menn komist upp með slíkt án þess að geta fært sönnur á orð sín öðruvísi en að þurfa að svara fyrir það. Það sama gildir um Morgunblaðið í þessu máli en þar voru þessar ærumeiðingar Páls endurteknar og ætla ég svo sannarlega að vora að Anna fari í mál við Morgunblaðið fyrir það. Það á sá aumasti og ómerkilegasti ritstjórni landsis sem þar ræður ríkjumj svo sannarlega skilið. Hann getur ekki einu sinni farið með rétt mál eins og sást á pistli hans um daginn þegar hann gagnrýndi RÚV fyrir frétt sem birtist alls ekki á RÚV heldur stöð 2. Hann er ekki að láta uakaatriði eins og sannleikann þvælast fyrir sér í auðvirðilegum tilraunum sínum til að gera fréttstofu RÚV tortryggilega.

Sigurður M Grétarsson, 17.8.2013 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband