Miðvikudagur, 14. ágúst 2013
Nubo er annað tveggja leppur eða kjáni
Áform Huang Nubo um stórkostlega uppbyggingu á hálendinu með flugvelli og stórskipahöfn á Norð-Austurlandi er yfirvarp fyrir kínverska nýlendu á Íslandi.
Aðeins tveir möguleikar eru í stöðunni. Annað hvort er Nubo leppur kínverskra stjórnvalda sem vilja ná aðstöðu hér á landi eða hitt að maðurinn er kjáni.
Í hvorugu tilfellinu eigum við að eiga viðskipti við Nubo á grundvelli þeirra áætlana að hann kaupi eða leigi til langs tíma prósentuhlut af Íslandi.
Fundaði með fulltrúum Huangs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er sammála. Hótelið og golfvöllurinn er yfirvarp. Huang er ekki kjáni, heldur milliliður, strámaður.
Fyrirtæki og einstaklingar innan EES geta frjálst keypt jarði og eignir á Íslandi. Hversu margir af þeim hafa spáð í ferðamannaparadís á Grímsstöðum? Svona ca. 0.
Austmann,félagasamtök, 14.8.2013 kl. 11:59
Í gegnum tíðina hefur maður verið á og í kringum þessar slóðir, en aldrei datt manni í hug að stoppa og fara út. Síðan kemur maður frá Kína hann stoppar og vill auk þess byggja hótel á staðnum og þetta sé ferðamannaparadís.
Ómar Gíslason, 14.8.2013 kl. 13:31
Þessi hugmynd Nubo um ferðamannabissnes á eða kringum Grímsstaði er alveg umhugsunar virði.
Það þó það hljómi einkennilega við fyrstu heyrn hjá íslendingum er ekkert allsherjardómur.
Ef fólk hugsar málið betur - þá gæti hugmyndin verið snilld.
Fólk hlýtur að sjá trendið síðustu ár eða tugi ára um vaxandi áhuga ferðamanna á náttúru. Grímsstaðir eru alveg einstakir í því samhengi.
Hinsvegar þarf vissulega ákveðna undirbúningsvinnu fyrir hugmyndir Nubo. Eg skal ekkert dæma um hve mikil sú vinna þarf að vera. En Nubo hefur sagt að hann hugsi þetta til nokkura ára.
Það sem í tísku hefur verið á Íslandi að hengja sig svona á golfvöll og slíkt þessu viðvíkjandi er ekki mjög málefnalegt. Golfvellir geta verið með ýmsu móti.
Mitt mat, ískalt mat, er að hugmynd Nubo gæti alveg verið frekar sniðug. En það er mikil vinna að framkvæma hana og til þess þarf einhver að vera viljugur til að setja peningana sína í slíkt og ætlast til að fá þá til baka eftir soldið mörg ár.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.8.2013 kl. 14:03
Sem dæmi þessu viðvikjandi má nefna þegar Nojarar byrjuðu síldveiðar hér uppi fyrir 1900. það hlógu allir að þessum vitleysingum.
Íslendingar föttuðu ekki verðmætið í síldinni og höfðu reyndar ótrú og óbeit á þeim fiski.
The rest er vel þekkt history.
Eins var það þegar færeyimgar komu hérna upp og fóru að veiða fisk að gagni. Íslendingar botnuðu ekkert í því. Þeir föttuðu ekki að með nákvæmum öguðum vinnubrögðum væri hægt að mokveiða fisk á Íslandi. Færeyingar kenndu þeim það um 1900.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.8.2013 kl. 14:06
En viljum við að kínversk yfirvöld eignist Grímsstaði? Og síðan Norð-Austurland? Það er engin trygging fyrir því að kínversk uppbygging auki atvinnu fyrir þá sem hér búa, því að allt vinnuafl verður flutt inn frá Kína.
Austmann,félagasamtök, 14.8.2013 kl. 16:42
Nei. Við viljum það ekki.
En mitt álit er að ekki hafi verið sýnt fram á þessa tengingu við Kínastjórn í allri umræðunni. Mér finnst alls ekki hafa verið sýnt fram á neina tengingu.
Sko, mér finnst ekki hægt að ganga þannig fram, að gefa sér fyrirfram að Kínastjórn verði komin hér með bækistöðvar aðeins þó þessi Nubo vilji reisa hér hótel. Ef að viðhorfin almennt væru svona - nú þá væri bókstaflega aldrei neitt gert.
En þó að við setjum upp dæmi þar sem kæmi fram einhver undarlegheit, Kínastjórn oþh. eða eitthvað óásættanlegt o.s.frv. - þá finnst mér gleymast að fólk taki með í reikninginn að Ísland hefur alltaf heimild til eignaupptöku nánast hvenær sem er.
Fólk ætti að skoða heimildir ríkisvalds til eignaupptöku. Það er bara opið nánast. Að því gefnu að fullar bætur komi í stað.
Þessi umræða er því í raun fáránleg. Ísland eða ríkið getur alltaf gripið inní hvenær sem það vill.
þ.e.a.s. að sumir tala og tala um einhverja óhugnalega möguleika, kínverskur leyniher, herskipahöfn undir golfvellinum o.s.frv. - slík umræða er bara tóm þvæla. Þetta er bara eitthvað sem gæti aldrei gerst - þó það væri fræðilega mögulegt - þá gæti það aldrei gerst því Íslenska ríkið yrði fyrir langalöngu búið að grípa í taumanna.
Grunnráður í minu máli viðvíkjandi Nubo og hóteli á Grímsstöðum: Við skulum ekki dæma fyrirfram í þessu máli. Við skulum ekki stökkva á niðurstöðu. þetta er allt í lagi. Engin hætta. Rólegir bara.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.8.2013 kl. 17:27
Ómar, kínversk yfirvöld viðurkenna ekki sjálfsráðarétt annarra ríkja. Þeir hafa fært efnahagslögsögu sína upp undir landsteina bæði VietNams og Filippseyja, frekjan er svo óheyrileg. Eignaupptaka íslenzka ríkisins á Grímsstöðum++? Forget it!
Kínversk yfirvöld myndu heldur ekki virða almannaréttinn, sem er lögfestur bæði á Íslandi og hinum Norðurlöndunum, á þeim landareignum sem þau eignast á Íslandi. Allt verður girt af og óviðkomandi gegnumkeyrsla bönnuð.
Það er alltaf auðveldara að fyrirbyggja heldur en að reyna að bæta skaðann eftir á.
Austmann,félagasamtök, 14.8.2013 kl. 18:32
Ef Kína viðurkennir ekki sjálfræði annarra ríkja - nú, þá skiptir engu máli hvort einhver Nubo er hér með hótel eða ekki. Þeir munu bara taka sitt hvort sem er.
Sjáðu til, þetta er viðhorf sem gengur ekki.
Menn af kínversku bergi brotnu eru að fjárfesta í öllu mögulegu í Evrópu.
En varðandi almennt um samskipti Íslands við Kínversk stjórnvöld, þá væri miklu mun betra að Ísland gerði það aðallega í gegnum ESB.
Það er ekki sniðug hugmyndafræði að Íslandsstjórn fari að taka upp sérstakt vináttusamband við Kínastjórn á tvíhliða basis.
Það er hinsvegar allt önnur umræða en Nubo umræðan.
Vandamálið við þessa meintu tengingu Nubo við Kínversk stjórnvöld er að hún er alveg án nokkurs sem hönd er festandi á.
Rök eins og að ,,kínversk stjórnvöld vinni bara svona" eru ekki gjaldgeng í slíkri umræðu.
Fólk sumt er augljóslega að fara fram úr sér með því að gefa sér eitthvað fyrirfram og tala svo útfrá því.
Það auðvitað gengur ekki. Kínverjar eru að fjárfesta víða í Evrópu. Ísland getur ekkert eitt landa hafnað kínverskum fjárfestingum.
Auk þess hefur þetta afmarkaða dæmi fengið allt of mikla umfjöllun. Það er fullt af skrítnum fjárfestingum einstaklinga og fyrirtækja á Íslandi þessi misserin. Menn að kaupa stórt land, heilu dalina, hótelin og ég veit ekki hvað. Það eru kínverjar sem eiga ýmislegt á Íslandi.
Það vantar eiginlega ástæðu sem réttlætir það að þessir Grímsstaðir fái svona mikla umfjöllun.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.8.2013 kl. 19:20
Huang Nubo hefur gífurlega sterk tengsl við kínverska ráðamenn og hefur enn, enda vann hann fram til tíunda áratugsins fyrir miðstjórn kommúnistaflokksins í m.a. áróðursráðuneytinu og eignaráðuneytinu.
Það eru önnur dæmi um fjárfestingar kínverskra auðmanna enduðu sem eignir kínverska ríkisins.
Heimildir:
http://kinablog.dk/2011/10/03/huang-nubo-den-kinesiske-milliard%C3%A6r-og-island/
og
http://christinaboutrup.dk/sweet-sour/10-lugten-af-kinesiske-penge/
Austmann,félagasamtök, 14.8.2013 kl. 20:13
Hvaða dæmi eru um fjárfestingar kínverskra auðmanna sem hafi endað sem eignir kínverska ríkis?
Eins og ég hef rakið, þá er það sett öpp bókstaflega ómögulegt.
Samanber eignaupptöku heimild íslenska ríkis.
Þetta ,,kínverska ríki" senaríó sem alltaf er verið að setja upp - það er bóstaflega ómögulegt nema með vilja íslenska ríkis.
Ergo: Þessvegna er það óframbærilegt sem rök í málinu.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.8.2013 kl. 20:45
"Hvaða dæmi eru um fjárfestingar kínverskra auðmanna sem hafi endað sem eignir kínverska ríkis?"
Í fyrrnefndu heimildinni:
"I 1998 købte en kinesisk forretningsmand et ukrainsk hangarskib, som skulle laves til et kasino i Macao. Men det endte – uden om våbenembargoer – i Kina, hvor det blev restaureret og i august i år kunne begynde de første test-sejladser."
Þýðing:
"Árið 1998 keypti kínverskur kaupsýslumaður úkraínskt flugmóðurskip, sem átti að umbreyta í fljótandi spilavíti í Macao. En það endaði - framhjá vopnabanni - í Kína þar sem það var uppgert [sem flugmóðurskip] og gat hafið prufusiglingar."
Austmann,félagasamtök, 14.8.2013 kl. 21:09
Þetta er ekki sambærilegt eða atriði sem gerir líklegt að Grímsstaðir endi á borði Kínverska ríkis.
Þetta er veikur málflutningur.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.8.2013 kl. 22:01
Fjárfestingar Nubos á Íslandi tengjast síðari fjárfestingum hans í Danmörku, þetta hefur hann sjálfur látið uppi. Þess vegna fylgjast dönsk yfirvöld vel með þróun máls hans á Íslandi.
Í lok greinarinnar sem Kínasérfræðingurinn/blaðakonan Christina Boutroup skrifaði stendur: "Danmark arbejder målrettet for at tiltrække kinesiske investeringer. Men er danske politikere
klar til at lade danske virksomheder modtage kinesiske penge på kinesiske betingelser?"
Íslendingar geta á sama hátt spurt sjálfa sig: "Eru íslenzkir stjórnmálamenn tilbúnir til að taka við kínverskum fjárfestingum á kínverskum forsendum?"
Austmann,félagasamtök, 15.8.2013 kl. 13:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.