RÚV tekur Björn Val á Vigdísi Hauks

Aðgerðasinnarnir sem stjórna RÚV leggja sig í líma við að draga taum vinstriflokkanna í fréttaumfjöllun. Sérstaklega vandar RÚV sig í fordómafréttamennsku þegar kemur að Evrópumálum. RÚV er undanfarið með raðfréttir um IPA-styrkina til stjórnsýslunnar. Sjónarhorn fréttanna er iðulega að allt leiki hér á reiðiskjálfi vegna þess að skrúfað hefur verið fyrir styrkina.

Björn Valur Gíslason varaformaður VG á sérstakt innhlaup inn í RÚV enda sérstaklega vinstrisinnaður og sérstaklega ósvífinn. Björn Valur laug upp á Vigdísi Hauksdóttur þingmann Framsóknarflokksins að hún hefði sakað forstöðumenn ríkisstofnana um landráð vegna þess hve sólgnir þeir væru í IPA-styrki.

Fréttastofa RÚV gekk ekki jafnt langt í lyginni og Björn Valur en gat þó ekki stillt sig um að skálda óværu upp á Vigdísi Hauksdóttur. Í kvöldfréttum Sjónvarps (11:30) segir fréttamaður að Vigdís hafi talað um ,,illa fengið glópagull". Þeir sem kunna íslensku vita að orðasambandið ,,illa fengið" vísar til þjófnaðar. Vigdís talaði aldrei um annað en ,,glópagull," eins og sést á upphafsfréttinni.

RÚV setur saman ósannindi til að gera þá þingmenn tortryggilega sem ekki fylgja málstað ESB-vinstrisinna á þjóðarútvarpinu. Það er ótækt að búa við þessa hlutdrægu og rammpólitísku fréttamennsku RÚV.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Illa fengið fé" hefur nú dáldið breiða merkingu í nútímanum og ekkert endilega bundið við þjófnað beinlínis. En Vigdís sagði að ESB væri að lokka og tæla forstöðumenn ríkisstofnanna og æst þá alla upp og glepja þá með gullinu. Þetta fé væri því ,,á röngum forsendum".

Það er því alveg eðlilegt að segja ,,illa fengið glópagull" í þessu samhengi sem er á efninu og lýsir talsvert vel málflutningi Vigdísar.

Hún vill meina og segir öllum alheimi það, að forstöðumenn ríkisstofnanna á Íslandi séu annaðtveggja vitleysingar eða mútuþegar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.8.2013 kl. 20:58

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Vigdís lætur ekki ljúga upp á sig,þess vegna fagnaði ég þegar frétta-þulan leiðrétti og dró til baka að ósk Vigdísar,málsgreinina ,,illa fengið glópagull,,. Jæja Ómar hefur illa fengið fé breiða merkingu,? Jaá í nútímanum,,?,líklega gjaldfalla öll blótsyrði og ljót orðasambönd eftir því sem þau eru oftar notuð og koma úr munni prestkellinga og borgarstjóra.

Helga Kristjánsdóttir, 13.8.2013 kl. 22:55

3 Smámynd: Ómar Gíslason

Eru þessir forstöðumenn bara ekki eins og hundar sem hlaupa eftir hvaða beini sem er, bara verst að þessir hundar hafa gleymt hvaða ríki þeir tilheyra.

Sem dæmi þá eru 40 manns hjá tollstjóra að breyta tollskránni vegna esb, er það nokkuð nauðsynlegt. Þarf ekki tollskráin að vera einföld og þægileg en ekki fullt af veggjum frá esb

Ómar Gíslason, 13.8.2013 kl. 23:16

4 Smámynd: Ólafur Als

Omar Bjarki er a villigøtum - illa fengid fe er einfaldlega stolid fe. Rikisstofnanir, ymsar, eru fjarsveltar og forstødumen theirra leita allra leida til thess ad drygja tekjurnar. Slik vidleitni er um sumt skiljanlega en svo geta menn vitanlega gengid of langt. Ekkert er sumum heilagt sbr. vidleitni Omars Bjarka til thess ad rettlæta lygi rikisutvarpsins.

Ólafur Als, 14.8.2013 kl. 05:50

5 Smámynd: Elle_

Ómar G, þú ætlar að halda þig við villuna um tollskrána.  Tollskráin er alþjóðasamningur og verður ekki breytt af íslenska Tollinum og tollvörðum.   Þú, eins og ýmsir, ruglar enn saman tollum og vörugjöldum annarsvegar og tollskránni hinsvegar.

Það eru alþingismenn sem ráða tollum og vörugjöldum, ekki Tollurinn, eins og alþingismenn ráða skattaálögum, ekki Ríkisskattstjóri og skattmenn.  Það eru aðrar breytingar í gangi í Tollinum vegna glópagullsins, hinna svokölluðu styrkja. 

Elle_, 14.8.2013 kl. 11:41

6 Smámynd: Þarfagreinir

Ætli það hafi einhver áhrif á afstöðu þeirra sem hér hafa tjáð sig og telja ómaklega að Vigdísi vegið þegar hún er sögð, umorðað, hafa talað um 'illa fengið glópagull' að hún hefur sjálf notað nákvæmlega þetta orðalag, illa fengið, um þessa IPA-styrki?

(http://eyjan.pressan.is/frettir/2013/08/14/vigdis-um-ipa-styrki-i-fyrra-ad-vissu-leyti-ma-segja-ad-thad-se-illa-fengid-fe/)

Ég geri mér ekki miklar vonir um það.

Þarfagreinir, 14.8.2013 kl. 15:26

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

http://www.youtube.com/watch?v=W87tWtjda-Q

Sigrún Jónsdóttir, 14.8.2013 kl. 20:04

8 Smámynd: Þarfagreinir

Hélt það ...

Hér þaga þeir sem áður höfðu hátt þunnu hljóði, þar með talinn blogghöfundur. Prófum þá að setja þetta svona upp og sjá hvort einhver sýni viðbrögð.

Hér fyrir ofan ritar blogghöfundur: „Fréttastofa RÚV gekk ekki jafnt langt í lyginni og Björn Valur en gat þó ekki stillt sig um að skálda óværu upp á Vigdísi Hauksdóttur. Í kvöldfréttum Sjónvarps (11:30) segir fréttamaður að Vigdís hafi talað um ,,illa fengið glópagull". Þeir sem kunna íslensku vita að orðasambandið ,,illa fengið" vísar til þjófnaðar.“

Í ljósi þess að Vigdís Hauksdóttir hefur notað nákvæmlega þetta orðasamband, illa fengið, um IPA-styrkina, hlýtur Páll Vilhjálmsson þá að fallast á að hún hafi farið með þá óværu að þjófkenna forstöðumenn ríkisstofnana í ræðustól Alþingis.

Þarfagreinir, 15.8.2013 kl. 00:09

9 Smámynd: Elle_

Peningarnir voru illa fengnir í meiningunni að þeir voru fengnir á röngum forsendum.  Þjóðin sættist aldrei á að fara þangað inn.

Þó ég hafi ekki sagt orð um Vigdísi að ofan, vil ég segja að Halldór segir Vigdísi hafa meint það sem hún kannski meinti ekki.  Ætli hún hafi ekki verið að tala um stjórnmálamenn frekar en forstöðumenn ríkisstofnana, Jóhönnu og Össur og co, sem komu með þessa óvelkomnu og skammarlegu peninga til landsins?  Ríkið ætti að rukka þessa stjórnmálamenn persónulega um þessar upphæðir og skila þeim.

Elle_, 15.8.2013 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband