Þriðjudagur, 13. ágúst 2013
Landráð í hálfvitahætti
Landráð er alvarlegt orð sem menn nota sparlega, einkum þeir sem vilja láta taka mark á sér. Hálfviti er aftur götumál sem slengt er fram í samtölum og lýsir oftar pirringi þess sem orðið notar en þeim sem orðinu er beint að.
Varaformaður Vinstri grænna, Björn Valur Gíslason, splæsir alvarlega orðinu - landráð - saman við pirringsorðið, hálfviti.
Myndin sem blasir við er af öskrandi manni í drullupolli sem ætlar að skvetta á aðra en óhreinkar sjálfan sig mest.
Athugasemdir
Nú ætti öllum að vera orðið ljóst hvers konar maður Björn Valur er.............
Jóhann Elíasson, 13.8.2013 kl. 08:34
´sammála
Gunnar Th. Gunnarsson, 13.8.2013 kl. 10:02
Hahaha. Eru nú Andsinnar orðnir opinberir eftirlitsmenn með orðinu ,,landráð"? Hahaha.
Mega þeir einir nota það orð? Einkarétt.
Það er sjaldan sem menn hafa lent svo umsvifalaust með allt á hælunum og kúkað uppá bak eins og þjóðrembingskjánarnir í heimssýn og elítuflokkur þeirra framsjalla. Aumt og frámunalega vesældarlegt skítapakk.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.8.2013 kl. 11:04
Góð samlíking.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.8.2013 kl. 11:42
Afskaplega málefnalegur, Ómar Bjarki og hæverskur.
Líklega bráðgreindur?
Árni Gunnarsson, 13.8.2013 kl. 15:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.