Sigmundur Davíð: þjóðaratkvæði ekki á dagskrá

Í fyrirsjáanlegri framtíð verður ekki þjóðaratkvæði á Íslandi um það hvort ESB-umsóknin verði vakin til lífs á ný, sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á norrænni ráðstefnu í Noregi.

Sigmundur Davíð vakti athygli á því að stjórnarflokkarnir hefðu unnið myndarlegan sigur í vor með það á stefnuskrá sinni að stöðva ESB-ferli Íslands.

Sigmundur Davíð sagði jafnframt að undið verði ofan af ESB-umsókn Samfylkingar skref fyrir skref. Næsta skref er skýrsla sem lögð verður fyrir alþingi og almenning um stöðu ESB-málsins og framtíðarhorfur Evrópusambandsins.


mbl.is Áfram gott samstarf við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg kannast ekkert við að forsætisráðherra framsjalla hafi sagt þetta. (Nema það síðastnefnda með skýrsluna.)

Almennt um afstöðu forsætisráðherra undanfarið til málsins, þá er ekki nokkur leið að átta sig á hvert maðurinn er að fara. Sennilega er hann bara að fara til Brussel.

Hann talar soldið þannig eins og umsóknin sé bara í fullu gildi og bregst reiður við þegar ESB skrúfaði fyrir styrkina.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.8.2013 kl. 18:52

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Í ræðunni segir Sigmundur Davíð um þjóðaratkvæðagreiðsluna:

Vi går ikke videre i medlemskabsforhandlingerne med EU før efter en folkeafstemning, og det er ikke  fastsat hvornår den afholdes.

Þ.e. við höldum ESB-ferlinu ekki áfram nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu sem ekki er komin á dagskrá.

 

 

Páll Vilhjálmsson, 12.8.2013 kl. 20:08

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er ánægjulegt að heyra að Ómar vilji ekki missa af einu orði sem af vörum SDG hrekkur en verra að hann virðist ekki skilja neitt af því sem hann segir. Eilífar upphrópanir samfylkingarfólks um að það skilji ekki manninn vekja upp grunsemdir að það sé einmitt skilningsleysi á hið talaða mál sem hrekur þetta fólk í faðm ESB. En framandi tungumál geta verið jafn snúin og hið ylhýra og ekki hefur þeim gengið betur að skilja umsóknarreglur ESB. Sífellt klifandi á "að kíkja í pakkann" þegar skýrt er tekið fram að ekki sé um venjulegar samnigaviðræður að ræða heldur einfaldlega aðlögun (accession).

Þú hefur verið afar þolinmóður Páll, við að útskýra þetta fyrir þeim, en eins og færsla Ómars ber með sér, þá er um óyfirstíganlegan þröskuld að ræða. Vandamálið liggur í skilningsskortinum.

Ragnhildur Kolka, 12.8.2013 kl. 20:20

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já. Sammála því að hann sagði þetta. (og sennilega talað skandinavískt mál).

Þetta er hinsvegar ekki það sama og segja ,,Sigmundur Davíð: þjóðaratkvæði ekki á dagskrá" og ,,Í fyrirsjáanlegri framtíð verður ekki þjóðaratkvæði á Íslandi um það hvort ESB-umsóknin verði vakin til lífs á ný, sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á norrænni ráðstefnu í Noregi."

Hann segir sem sagt, að ekki verði haldið áfram aðildarstússi fyrr en að undangenginni þjóðaratkvæði þar sem kjördagur er enn óákveðinn.

Þetta skiptir engu máli í stóra samhenginu. Niðurstaðan er að orð og ummæli forsætisráðherra framsóknar um málefnið undanfarna daga eru afar ruglingsleg.

Það sérstaka og umhugsunarverða er afhverju hann getur ekki sagt bara alveg af eða á um afstöðu ríkisstjórnarinnar.

Þetta bendir til að deilur séu um málið ofarlega í báðum stjórnarflokkum og til að redda sér þá var líkinn svona biðleikur sem óljóst er hvaða gildi hefur til lengri tíma.

Aðildarviðræður gætu alveg verið allt í einu komnar á fullt uppúr áramótum. Slíkur er hringlandi stjórnarflokkanna með efnið.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.8.2013 kl. 20:24

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ragnhildur, eg held að ég hafi aldrei heyrt neinn Aðildarsinna tala um ,,að kíkja í pakka". En eg hef oft heyrt Andsinna tala um það. En Aðildarsinnar eru svo sem margskonar og eg er enginn talsmaður þess flokks.

Aðlögun er engin til og búið að fara yfir það mál og niðurstaða fékkst. Heimssýn las eitthvað allt annað úr textanum en og bjó til skáldsögu.

Þetta er allt afstaðið og óumdeilt.

Almennt er það merkilega við Andstæðinga ESB, hve þeir eru gjarnir að skálda upp allskyns firrur og halda því fram sem staðreyndum og sannleika útí hið óendanlega.

Aðildarumsókn að ESB og ferli þar að lútandi er ekkert svona duló eða óskaplegt eins og Andsinnar vilja meina.

Eðli máls samkvæmt snúast viðræður um sameiginlegar ESB reglur og hvernig viðkomandi land sé í stakk búið til að uppfylla og framfylgja þeim reglum. Þannig virkar þetta.

Ísland er náttúrulega að sækja um aðild að ESB. ESB er ekki að sækja um aðild að Íslandi. Ísland er að sækja um fulla og formlega aðild að Evrópusambandinu. Sambandi sem Ísland er í raun þegar um 80% aðili að og nokkurskonar aukaaðili að umræddu samandi og samstarfi ríkja.

Aðalatriðið við fulla aðild er þáttökuréttur landsins í ESB samfélaginu. Ef Ísland verður aðili fær landið rétt til þáttöku í stefnumótun. Það nýtir fullveldisrétt sinn og sjálfstæði.

Ef Ísland samþyggir aðild þá er almenningur í raun að neita því að kúldrast inní hugarfarslegum moldarkofum elítunnar í landinu hérna.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.8.2013 kl. 21:08

6 Smámynd: Elle_

Já, vandamál þeirra liggur í skorti á skilningi.  Meðan þau eru ekki beinlínis að ljúga.  Ofnotaða lygin um að við séum næstum komin þangað inn, nánast búin að taka upp öll lögin í gegnum EES-samninginn (10% kalla þau 80-90%) er orðin hálfryðguð.  Og IP-mútupeningarnir voru bara litlar jólagjafir frá englum. 

Elle_, 12.8.2013 kl. 22:55

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég held að þessi síðasta athugasemd þín Ómar Bjarki hafi verið mjög þarft innlegg um þína "hetjulegu baráttu" í þessu furðulega máli eða öllu heldur -hugarfarslega sjúkdómstilfelli samfylkingarfólks. Þarna tókstu áreiðanlega af allan vafa. 

Árni Gunnarsson, 12.8.2013 kl. 22:58

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það er gott að flett er ofan af Samfylkingunni, skref fyrir skref.

Helga Kristjánsdóttir, 12.8.2013 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband