Laugardagur, 10. ágúst 2013
ESB-óþarfi skorinn burt
IPA-styrkir frá Evrópusambandinu eru í meginatriðum af tvennu tagi. Í fyrsta lagi til að aðlaga stjórnkerfið kröfum ESB. Í öðru lagi til verkefna sem ekki voru brýn og þess vegna ekki fjármögnuð af ríkisvaldinu.
Núna þegar við erum hætt við að ganga inn í Evrópusambandið er óþarfinn skorinn burt.
Við erum betur sett enda getum við notað eins og okkur sýnist 15 milljarðana sem við hefðum þurft að borga í aðildargjöld til Evrópusambandsins.
Geta ekki bjargað verkefnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Æ já ég verð að viðurkenna að mér finnst þetta jarm með söknuði yfir mútunum frekar óþægileg. Svona hálf hallærisleg. Á endanum munum við græða á þessu, þó þeir peningar skili sér ekki strax.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.8.2013 kl. 15:00
IPA-styrkir eru mútur. Þetta þjóðfélag er stundum stórfurðulegt, það er eins og við viljum alltaf vera á einhverjum styrkjum frá hinum og þessum.
Getum við ekki bara staðið sjálf í lappirnar án allra þessara styrkja. Þessa styrki munum við þurfa að greiða til baka með aðildargjöldum.
Ómar Gíslason, 10.8.2013 kl. 15:37
Ef til vill er ekki svo undarlegt að sumir kveinki sér.
Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun, sem eru birtar á forsíðu MBL í dag, fjölgar láglaunastörfum ört en tækifæri virðist skorta fyrir menntað fólk. Einmitt þann hóp sem er líklegastur til þess að njóta IPA styrkjanna.
Kolbrún Hilmars, 10.8.2013 kl. 16:31
Svo má líka benda á að vegna kröfunnar um mótframlag má segja að ESB hafi óbeint verið kominn með ákvörðunarvald um ríkissjóð.
Ragnhildur Kolka, 10.8.2013 kl. 20:20
Að Matís fær ekki lengur IPA-styrki er engin afsökun fyrir því að trassa grunnþjónustu við neytendur, sem Matís hefur augsýnilega gert árum saman.
Austmann,félagasamtök, 10.8.2013 kl. 20:28
Afdalaumræða fólks með alvarlega minnimáttarkennd.
Jón Ingi Cæsarsson, 10.8.2013 kl. 20:36
Jón Ingi, þeir einu sem eru með minnimáttarkennd í þessu máli eru kratar í Samfylkingunni, sem leggja sig marflata fyrir ofríki af hálfu ESB. En sem betur fer höfum við nú losnað við minnimáttarríkistjórn Jóhönnu.
Austmann,félagasamtök, 10.8.2013 kl. 21:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.