Trú og kynhneigð

Einu sinni var trúarlegur rétttrúnaður þar sem frávik voru bönnuð hvort heldur þau voru vegna kynhneigðar eða lífsstíls. Í dag tröllríður pólitískur rétttrúnaður þar sem frávik frá þeirri viðtekinni skoðun, t.d. að samkynhneigð sé allt í lagi, er fordæmt.

Hommar voru einu sinni ofsóttur minnihlutahópur. Baráttan gegn misrétti samkynhneigðra tók langan tíma en er komin í höfn. 

Trúarhópar, til dæmis þeir sem telja samkynhneigð ekki samrýmast tiltekinni trú, hljóta að eiga þann rétt að hafa þá skoðun.

Það er ekki málstað samkynhneigðra til framdráttar að umræða um kynhneigð sé þögguð.

 

 


mbl.is Graham sagðist ekki hommafælinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mofi

Kvitt og sammála.

Mofi, 9.8.2013 kl. 15:31

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ditto, báðir tveir.

Ragnhildur Kolka, 9.8.2013 kl. 16:12

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já svo mikið rétt, en hvað er ég þá að gera hér,? Enmitt!! Þar sem ég er búin að lesa svo mikið um trú og kynhneigð,misjafnlega sammála þeim,hrukku mér orð af munni eftir lestur þessa góða pistils,sem minntu mig á eitthvað gamalt. Jú séra Árni Pálsson,presturinn okkar, visitaraði oft Kópavogshæli á árum áður og ,,messaði., Allir sátu hljóðir,misjafnlega meðvitaðir og allir ánægðir með sönginn. Sr. Árni hafði ræðuna stutta og skiljanlega fyrir þau blessuð.Eftir að henni lauk gall við í karli einum; "Mikið djöfull er þetta góð ræða”, svona viðlíka varð mér á að segja um pistilinn Páll.

Helga Kristjánsdóttir, 9.8.2013 kl. 16:25

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæll kæri Páll.

Þar greiptir þú á kýlinu. Hárrétt athugasemd hjá þér.

Óskiljanleg eru viðbrögð byskupsins yfir Íslandi í málinu og að þau skyldu kippa út upplýsingum um „Hátíð vonar-allir eiga von” , sem þessar samkomur eða ráðstefnur hátíðarinnar heita, af vefsvæði kirkjunnar, en upplýst er að hópar úr mörgum söfnuðum Þjóðkirkjunnar mæta þarna og vitnað hefur verið um að þarna verði umræðuefnið ekki samkynhneigð. Það ber titill þessarar hátíðar með sér, nema ég geri ráð fyrir að sú von sem þarna er boðuð eigi við um samkynhneigða einstaklinga sem aðra.

Sömuleiðis er vitað að tugir kristinna trúfélaga standa að þessu, en kostnaður er allur greiddur af Graham stofnuninni að því frátöldu að tekið er á móti frjálsum framlögum.

Byskupinn þarf ekkert að vera að afsaka þetta af sinni hálfu, heldur að setja inn auglýsinguna um hátíðina aftur á sinn stað.

Þá finnst mér snautlegt af hópum samkynhneigðra og/eða aðstandenda þeirra og velunnarra að panta upp alla ókeypis miðana á þessa hátíð til þess að salurinn verði tómur ! Eru þetta skilaboð til þeirra sem eru á móti samkynhneigð að þeir fylli götur borgarinnar þegar skrúðganga Gay-pride fer fram og hleypa ekki samkynhneigðum og velunnurum þeirra að og púa ?

Vona ekki. Ég segi eins og Davíð Oddson sagði þegar hann kaffærði umræðu um tekjuskatt á blaðburðarbörn : „Svona gerir maður ekki”

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 9.8.2013 kl. 16:46

5 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Að sjálfsögðu eiga allir rétt á sinni skoðun.Annars sé ég ákaflega eftir því að hafa gift mig og eins konan.Ástæðan er sú að einn versti kynferðisafbrotamaður þjóðarinnar framkvæmdi þann gerning og til að mótmæla þegar upp komst um kauða ákváðum við hjónakornin að henda giftingarhringunum og teljum okkur ógift í dag vegna ógildingar.við sjáum hinsvegar engan mun á og spurning hvort þetta sé ekki bara algjör óþarfi.Þarf ekki bara ástina eina til.

Jósef Smári Ásmundsson, 9.8.2013 kl. 18:04

6 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Kannski rétt að bæta því við að við hjónin fórum á þessa hátíð Vonar fyrir ca. 20 árum síðan þegar við vorum í Kristkirkjunni.Það sem var mjög áberandi var þessi múgsefjun sem minnti einna helst á rokktónleika og peningaplokkið í kjölfarið.Eftir á að hyggja held ég að svona samkomur séu vel útfærð viðskiptahugmynd.

Jósef Smári Ásmundsson, 9.8.2013 kl. 18:36

7 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Jósef Smári.

Ekki hafa áhyggjur þó að margt bendi til að sá sem sá um hjónavígslu ykkar hjónanna hafi verið kynferðisbrotamaður. Samningurinn sem þið gerðuð var ekki við þann einstakling. Þið gerðuð samning ykkar á milli og við Guð ykkar. Sá óláns vígslumaður sem sá um athöfnina getur ekki haft áhrif á einn eða neinn veg á gildi heita ykkar hvort við annað og við Guð.

Veraldlegi þátturinn heldur sömuleiðis fullu gildi sínu þannig að opinberar skrár líta ykkur sem fullgild hjón, þannig að óilding getur ekki orðið á hjónbabandinu þrátt fyrir vígslumanninn.

Ef þið viljið ekki vera skráð sem hjón þurfið þið að sækja formlega um skilnað, en það kostar að flytja á sitt hvort heimilið. Ef ég skil þig rétt þá er það ekki eitthvað sem hugnast ykkur.

Verið frekar sátt við að hafa gefist hvort öðru og náið friði við tilfinningar ykkar gagnvart vígslumanninum.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 9.8.2013 kl. 18:54

8 Smámynd: Einar Karl

Páll skrifar:

Trúarhópar, til dæmis þeir sem telja samkynhneigð ekki samrýmast tiltekinni trú, hljóta að eiga þann rétt að hafa þá skoðun.

En hvað með trúarhópa sem telja samkynhneigð ekki samrýmast almennu siðferði, og líta á samkynhneigð sem synd og skömm? Hvað með trúarhópa sem líta á líf og ást samkynhneigðra sem eitthvað ljótt, eitthvað rangt?

Hafa þeir hópar rétt á þeirri "skoðun"?

Hafa trúarhópar rétt á þeirri "skoðun" að vilja meina ástföngnum samkynhneigðum pörum að giftast?

Einar Karl, 9.8.2013 kl. 21:23

9 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Þarf að leiðrétta þig svolítið scribendi.Ógiftir geta verið í sambúð .Það þarf einungis að skrá sig skattarins vegna.Ég er heldur ekki sammála þér með vígslumanninn.Þeir einir sem hafa rétt til að gefa saman hjónaefni eru  prestar,sýslumenn og skipstjórsr út á sjó.Prestar þurfa væntanlega aö hafa óspillt mannorð.Þó Ólafur hafi haft "óskert"mannorð á þessum tímapunkti þá skiftir það mig engu.Kannski rétt af því að ég er að gagnrýna þessa stofnun(hjónabandið) að rifja upp hvað þessi orð þýddu í Den.Gifting þýddi að konan var gefin manninum af föður stúlkunnar.Brúðkaup að maðurinn keypti sér brúði fyrir fé,búfénað eða annað.Þessi hugsanagangur viðhefst enn í löndum Múslima og þó að þetta skipti kannski litlu ættum við alla vega að hætta að nota þessi orð sem löngu eru orðin úrelt í flestum kristnum söfnuðum.Hvað sjálfan mig varðar finnst mér auk þess sem fyrr er talið ekki við hæfi að ég sé "giftur" vegna þess að ég hafna kristinni trú í dag svo og öðrum trúarbrögðum.Varðandi þá sem kristnin(og önnur trúarbrögð) hafa gert að óvini(samkynhneigða) finnst mér ekki rétt af þeim að taka við siðum trúarbraðanna.Það kallast Stokkhólms heilkenni.

Jósef Smári Ásmundsson, 10.8.2013 kl. 07:09

10 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Eitt til.Að sættast við tilfinningar gagnvart Biskupnum.Það get ég ekki .Kannski vegna þess að ég er ekki með þennan kristna eða múslimska hugsunarhátt sem byggist á orðum Jésú .Samkvæmt minni skoðun á hver maður að gjalda fyrir það sem hann hefur gert.Ég hef ekki rétt á að taka hann í sátt vegna þess að hann var að brjóta á öðru fólki,ekki mér.Það væri svik við réttlætiskenndina að gera það.

Jósef Smári Ásmundsson, 10.8.2013 kl. 07:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband