Miðvikudagur, 7. ágúst 2013
Herskip á Hiroshima-degi
Japanir sjósetja stærsta herskip frá lokum seinna stríðs á sjálfum Hiroshima-deginum þegar tæplega 60 þúsund Japanir létu lífið í kjarnorkusprengjuárás Bandaríkjamanna. Sjötti ágúst er fórnarlambadagur Japana og gott skálkaskjól fyrir sjósetningu herskips.
Stóraukið efnahagsveldi Kína setur valdajafnvægi eftirstríðsáranna í uppnám. Bæði deila Kínverjar við Japani um óbyggðar eyjur en líka við aðra nágranna sína, t.d. Filipseyinga.
Japanir telja nauðsynlegt að efla vígbúnað sinn til að halda í við Kínverja. Úthafsfloti Kínverja veikir einnig stöðu Bandaríkjanna í Asíu og eykur tortryggni Rússa.
Asía er vaxandi spennusvæði í heimspólitíkinni.
![]() |
Stærsta herskip Japana í tugi ára |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Herskip? Já, það má vissulega nota það sem skotmark. Því stærra, því betra.
Ásgrímur Hartmannsson, 7.8.2013 kl. 17:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.