Þriðjudagur, 6. ágúst 2013
Samfélagsfriðurinn og nýgræðgisvæðingin
Skipting launakökunnar er viðvarandi þrætuepli stjórnmálanna. Bankamenn hafa undanfarin misseri gengið á undan með fordæmi frá skilanefndum föllnu bankanna og tekið til sín kauphækkanir úr takti. Þá gaf Landsbankinn starfsmönnum sínum milljónir fyrir að mæta í vinnuna. Og auðvitað elur það á nýgræðgisvæðingunni.
Hóflegar kauphækkanir hjúkrunarfræðinga og geislafræðinga voru ekki nýttar til að slá á puttana á þeim fingralöngu. Hressileg útdeiling kjararáðs á opinberum peningum til ríkisforstjóra var olía á eldinn.
Forstjórar stærstu fyrirtækja landsins skammta sér 2,3 milljónir króna í mánaðarlaun. Meðallaun á síðasta ári voru rétt liðlega 400 þús. kr á mánuði.
Láglaunastéttir samfélagins láta vitanlega ekki bjóða sér að þeir efnameiri sölsi undir sig stærri hluta þjóðarkökunnar.
Til að samfélagsfriðurinn haldi þarf sanngirni að vera í skiptingu þjóðarkökunnar. Launaelíta landsins hefur ekki virt sanngirnissjónarmið síðustu misserin. Því verður að breyta.
Siglum hraðbyri inn í 2007-ástand | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.