Mánudagur, 5. ágúst 2013
Sterki mađurinn, siđmenning og framandi lýđrćđi
Forseti Sýrlands, Bashar al-Assad, tók viđ ađ föđur sínum um aldamótin en sá Assad rćndi völdum í Sýrlandi áriđ 1970. Assad-feđgar tilheyra Baath-flokknum sem ađhyllist veraldarhyggju og er andstćđur herskárri múslímapólitík.
Ţrátt fyrir langa sögu siđmenningar er lýđrćđi framandi íbúum Sýrlands. Landiđ fékk sjálfstćđi frá Frökkum eftir seinna stríđ en var frá lokum miđalda lengst af undir stjórn Ottómana í Tyrklandi.
Assad er harđstjóri sem nýtur lítillar samúđar á Vesturlöndum. Hugmyndin um ,,arabíska voriđ" var á hinn bóginn vinsćl í Vestur-Evrópu og Bandaríkjunum. Eftir valdatöku múslímska brćđralagsins í Egyptalandi og byltingu hersins, eftir ađ arabíska voriđ viđ Níl leiddi til stjórnarkreppu, fćkkar ţeim sem telja pólitíska voriđ í arabíska heiminum bođa gott.
Assad heldur völdum vegna ţess ađ hann er međ tök á stjónrkerfinu og stuđning frá Hezbollah-samtökunum í Líbanon, sem Assad-feđgar hafa ţjálfađ og fjármagnađ í áravís, og frá Iran.
Vesturlönd virtust á tímabili velja ţann kostinn ađ fá Assad frá völdum og láta skeika ađ sköpuđu. Ţađ mat er ađ breytast eftir ţví sem ţađ verđur augljósara ađ hóparnir sem berjast gegn Assad eru ósamstćđir og sigur ţeirra muni hvorki skapa stöđugleika né forsendur lýđrćđislegra stjórnarhátta.
Assad býđur Vesturlöndum stöđugleika á litlum bletti á stóru óróasvćđi fyrir botni Miđjarđarhafs. Sterki mađurinn líka hluti af siđmenningu Vesturlanda en lýđrćđiđ nýlegt fyrirbćri.
Assad vill beita járnhnefa | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.