Nauðgun mannorðs

Tvítugur maður er sakaður um nauðgun og settur í fangelsi. Ásökun um nauðgun reynist ekki á rökum reist og maðurinn er leystur úr haldi. Á málinu að ljúka þar með?

Fölsk ásökun um nauðgun er tilraun til mannorðsmorðs. Fölsk ásökun um nauðgun grefur undan trúverðugleika fórnarlamba nauðgana.

Í umræðunni um nauðganir verða að fylgja varnaðarorð um rangar sakargiftir og að þær séu refsiverðar. Og meðferð nauðgunarmála verður að taka mið af þeirri staðreynd að sitthvað er ásökun og sekt.


mbl.is Maðurinn reyndist vera saklaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Var þetta fólk eitthvað að stinga saman nefjum eða var maðurinn hvergi nærri?

Jón Þórhallsson, 5.8.2013 kl. 18:22

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það hefur komið fram í fréttum að ákærði og stúlkan þekkjast. 

Af því má draga þá ályktun að ákæran hafi verið ásetningur stúlkunnar.  Hefnd?  Hver veit.

En í stærra samhengi hafa réttmætar nauðgunarkærur kynsystra hennar framvegis verið "verðfelldar".

Kolbrún Hilmars, 5.8.2013 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband