Laugardagur, 3. ágúst 2013
Íslendingar redda norska hernum bryndrekum
Norski herinn notar í Afganistan brynvarða jeppa frá Arctic Trucks í Drammen. Stærsta blað Noregs fjallar ítarlega um fyrirtækið sem nærri fór á hausinn í kreppunni en bjargaði sér naumlega og skilar núna verulegum hagnaði.
Aftenposten segir að norski herinn sé hvað stærsti viðskiptavinur Arctic Trucks og hafi fengið 81 breyttan jeppa frá fyrirtækinu. Í ár stefnir í metveltu og mun líklega um 600 jeppar fá sterameðferð hjá Artcic Trucks.
Fyrirtækið var stofnað árið 1990 á Íslandi og dótturfélagið í Noregi átta árum síðar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.