Laugardagur, 3. ágúst 2013
Ísland kláraði sig í kreppunni
Ef frá eru taldir fáeinir mánuðir eftir hrun var atvinnuleysi hér lágt, um fimm til sjö prósent. Víst lækkað það hlutfallið að margir, einkum iðnaðarmenn fluttu til Noregs. Engu að síður þá fórum við vel út úr kreppunni miðað við nágranna okkar Íra.
Írland var þvingað af Evrópusambandinu til að taka á sig skuldir einkabanka. Styrmir Gunnarsson gerir grein fyrir aðför Seðlabanka Evrópu að írska ríkisjóðnum í grein í Morgunblaðinu í dag. Afleiðingin var niðurskurður í ríkisútgjöldum, stórfellt atvinnuleysi, um og yfir 15 prósent, og stórfelldur brottflutningur Íra í leit að betra lífi.
Ísland fór aðra leið en Írar. Við stóðum utan Evrópusambandsins og gátum látið óreiðubankana í gjaldþrot. Niðurskurðurinn var ekki eins grimmur og á eyjunni grænu og atvinnuleysi mun minna. Og síðast en ekki síst vann Ísland sig mun fyrr úr kreppunni, þökk sé bjargvættinum íslensku krónunni.
Vilja snúa heim til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vissulega jákvætt að iðnaðarmenn séu að fara til baka þó ég sjálfur sé reyndar ekki á þeim buxunum(en þar liggja aðrar ástæður að baki).En ég bendi þér á aðra frétt þar sem kemur fram að háskólamenntaðir í vissum greinum eiga erfitt með að fá vinnu.þetta segir mér að það vantar meiri tengingu skólanna við atvinnulífið.Á meðan þetta ástand ríkir erum við að mennta fólk að óþörfu og eyða í óþarfa.það þarf að velta við steinum í menntakerfi og heilbrigðiskerfi,reyndar ríkiskerfinu í heild til að þetta virki skilvirkt,peningarnir nýtist til fulls og við hættum að missa menntað fólk úr landi.
Jósef Smári Ásmundsson, 3.8.2013 kl. 10:08
Með fullri virðingu fyrir ást þinni á krónunni bendi ég þér á að "björgunin" fólst í því að lækka laun hins almenna launamanns um 30%.
Ef það á að vera haldreipi íslendinga í framtíðinni að fella gengið reglulega og láta launafólk taka skellina, þá get ég fullvissað þig um miklu fleiri munu flytja úr landi á næstu áratugum. Er ekki kominn tími til að við íslendingar förum að stjórna efnahagsmálum okkar einsog siðaðar þjóðir?
Ágúst Marinósson, 3.8.2013 kl. 11:53
Ágúst, til að halda uppi krónunni þarf fyrst að byggja upp aðra atvinnuvegi en sjávarútveg. Þetta hefur verið trassað sl. 70 ár vegna pólítískrar þröngsýni og það mun taka amk. nokkra áratugi að færa okkur örlítið framar á merina.
Austmann,félagasamtök, 3.8.2013 kl. 17:06
Við eigum eftir okkar leiðréttingu, við frestuðum henni með fjármagnshöftum, sem var jákvætt og nauðsynlegt á sínum tíma. Nauðasamningar banka og bræðsla snjóhengju er risastórt verkefni sem má alls ekki klúðrast. Við komumst ekki úr niðursveiflunni fyrr en því verkefni er lokið. Ef verkefnið tekst illa til verður enginn munur á Íslandi og Írlandi. Ekki er hægt að leysa verkefnið án þess að stórvægilegar deilur verða uppi. Annað hvort þurfum við að horfa upp á dómsmál erlendra kröfuhafa í mörg ár (og hver veit hvaða afleiðingar það hefur á endanum) eða enn meiri niðursveiflu efnahagslífs hér á landi. Við erum rétt að byrja í þessu leiðindamáli.
Flowell (IP-tala skráð) 3.8.2013 kl. 21:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.