Vinstraáhlaup á Sjálfstæðisflokkinn

Samfylkingarfólk og viðhengi eru með böggum hildar eftir kjaftshöggið í vor þegar flokkurinn hrapað úr 30 prósent fylgi niður í 12,9. Vinstrimenn lögðust í skæruhernað í kjölfarið og reyndu að finna snögga bletti á ríkisstjórnarflokkunum. Hugmyndin er vitanlega að kljúfa samstöðuna.

Um tíma virtist sem Framsóknarflokkurinn yrði að sérstökum skotspæni. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra þótti standa vel til höggs og reynt var að teikna Sigurð Inga Jóhannesson atvinnuvegaráðherra sem framsóknarútgáfu af Jóni Bjarnasyni. Þá er Vigdís Hauks eftirlæti vinstrimanna, eins og þekkt er.

Herfræðin gegn Framsóknarflokknum gekk ekki upp vegna þess að Samfylkingin á enga snertifleti við Sjálfstæðisflokkinn. Til að valda usla í stjórnarsamstarfi tveggja flokka þarf að eignast viðhlæjendur í einum flokki á meðan hraunað er yfir hinn. Enginn í Sjálfstæðisflokknum tekur mark á Samfylkingunni. Meira að segja ESB-deildin heldur að sér höndum.

Síðsumars má greina áherslubreytingu í gagnrýni samfylkingarliða á ríkisstjórnina. Þunginn er núna gagnrýni á Sjálfstæðisflokkinn. Egill Helgason skýtur föstum skotum á þingmenn flokksins. Stefán Ólafsson lætur reglulega vaða og útmálar Sjálfstæðisflokkinn sem frjálshyggjuöfgamenn. Menn eins og Egill og Stefán gefa tóninn og aðrir sigla í kjölfarið.

Til að gagnrýnin á Sjálfstæðisflokkinn þjóni tilgangi verður Framsóknarflokkurinn að bíta á agnið og sýnast áhugasamur um velferð vinstrimanna. Eygló Harðardóttir ráðherra Framsóknarflokksins gerði Stefán Ólafsson að formanni stjórnar Tryggingastofnunar. Þótt fagleg rök standi til skipunarinnar þá er óhjákvæmilegur pólitískur blær á málinu.

Samfylkingin kann undirróður, svo mikið er víst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Er verið að hossa Stefáni Ólafssyni?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 31.7.2013 kl. 17:06

2 Smámynd: Ólafur Als

Sterkasta deildin hjá vinstri mönnum hefur ávallt verið fimmta herdeildin. Lærðu það m.a. í Austurvegi á sínum tíma.

Ólafur Als, 31.7.2013 kl. 17:34

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Æ,æ,æ voðalega er erfitt að vera framsjallaræfill í dag.

Maður hefði þó haldið að LÍÚ hyskið borgaði nægilega fyrir viðbjóðskrif þannig að vikapiltarnir þyrftu ekki að vera háskælandi daglega sinnandi sínum óþrifaverkum fyrir elítuna.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 31.7.2013 kl. 17:57

4 Smámynd: Rafn Guðmundsson

"reyndu að finna snögga bletti á ríkisstjórnarflokkunum" - ekkert að finna þarna - augljóst.

nb

ég er bara viðhengi

Rafn Guðmundsson, 31.7.2013 kl. 18:21

5 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Mér sýnist "árásin" á framsóknarflokkinn hafa gengið vel. Gunnar Bragi er liðónýtur utanríkisráðherra með ofsóknarkenndir á háu stigi. Öll hans framganga til stórskammar þjóðinni og fyrstu yfirlýsingar hans hafa ekki enn náð að ganga fram: Ísland er enn í "aðildarferli". Sigmundur Davíð hefur tekið að sér að tala ensku við áhrifamenn erlendis fyrir hans hönd og forsetinn leggur línurnar fyrir þá báða, sem er bara fínt.

Sigurður Ingi hefur þegar orðið að éta ofan í sig fullyrðingar frá fyrstu dögum og "ráðherrahrokinn" sem gjarnan kemur yfir menn í byrjun er rokinn út í veður og vind. Hann er að verða viðkunnarlegur.

Ekki þarf að taka Vigdísi sérstaklega alvarlega nú fremur en endranær og hún mun halda að okkur skemmti efni áfram alveg áreynslulaust og að því að virðist án handrits sem flestir Stand up arar geta öfundað hana af.

Hvað varðar Sjálfstæðisflokkinn þá er sá flokkur á hröðu undanhaldi frá stefnu ríkisstjórnarinnar. Það verður því ævintýralega gaman að sjá framhaldsöguna á þeim bæ. Bjarni Ben verður að verjast Hönnu Birnu sem hefur reynsluna af því að sparka út foringjum og gerast leiðtogi sjálf. Það gæti gerst strax á komandi vori.

Hvað varðar "málefni" Sjálfstæðisflokksins þá er hefur sá flokkur bara eitt erindi að gæta hagsmuna LÍÚ. Það er bara of þröngt markmið fyrir "flokk allra stétta" og því ekki að vænta að hann komi vel út til lengri tíma litið. Maður sér Samfylkingar-dauðamarkið á honum....

Gísli Ingvarsson, 31.7.2013 kl. 20:01

6 Smámynd: Elle_

Pínlegt að lesa Gísla og Ómar.  Jú, við vitum að Brusselför ykkar var stoppuð af núverandi ríkisstjórn.  Lifið við það.  En fjöldi manns tekur Gunnar Braga, Sigurð Inga og Vigdísi alvarlega.

Elle_, 31.7.2013 kl. 23:19

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Halló ég hvolfdi bolla eins og Gílsi og sé meistaratakta Framsóknar og Sjálfstæðisflokks,þar sem stuðst er við alkunna baráttutakta íþrótta landsliða:,,Einn fyrir alla og allir fyrir einn,,. Andstæðingurinn hefur hingað til stuðst við dularfull framlög sem virðist vera að draga úr,vegna lélegrar frammistöðu. Þá vantaði alltaf það sem B&D hafa og verður ekki keypt,það er virðing fyrir gömlum gildum,að elska land sitt! --- Stríð þitt er orðð langt og þungt vort land! Hvort hefur langvinn þrælkun þjakað trú á þína karfta?? Seg hvað svellur þér í hug.... Þarna kom sjálfur Hannes Hafstein og mælti þessi orð...

Helga Kristjánsdóttir, 1.8.2013 kl. 01:26

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Skítt með skot á stjórnmálamenn og hækjur þeirra. Kostnaðurinn við að stíga í pontu á Alþingi er sóðaskapur hjá þeim sem hafa ekkert betra fram að færa.

SÓ náði nýjum lægðum í seinasta pistli sínum þegar hann ræðst að ungum blaðamanni hjá Morgunblaðinu og fjölfaldar hann.

SÓ skrifar: "Ungir blaðamenn af Mogganum eru nú sendir á sumarskóla hjá öfgaveitum hægri manna í Bandaríkjunum (CATO Institute) og fleiri sagðir munu fylgja í kjölfarið."

http://blog.pressan.is/stefano/2013/07/31/vaxandi-ofgar-i-sjalfstaedisflokki/

Þetta hefur einhver reynt að leiðrétta með eftirfarandi orðum, sem ég tek undir: "[E]inum ungum blaðamanni í sumarvinnu hjá Morgunblaðinu er boðið á námskeið hjá hugveitunni Cato án þess að það tengist blaðinu á neinn hátt og í meðförum Stefáns verður það að fleirtölu, ungum blaðamönnum, og ýjað að því að það sé á vegum þess og fleiri slíkir fylgi í kjölfarið."

Skítt með skítkast á stjórnmálamenn. Þeir hljóta að geta varið sig sjálfa. Verra er þegar roskinn prófessor með víðlesið blogg ræðst á ungan mann með þessum hætti.

Geir Ágústsson, 1.8.2013 kl. 07:43

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Er sú ágæta Eygló Harðardóttir svo meyr -- eða svo forsjál að eigin mati -- að hún sé farin að búa í haginn fyrir hugsanlega stjórnarsæng með Samfylkingu? En ekki hafa þau afl atkvæða í það. Og biturt taplið vinstri manna, sem birtist hér á umræðuþræðinum og desperately á Eyjunni, gerir ekkert til að bæta úr skák fyrir sjálfu sér og flokksræksnunum, nema síður sé.

Jón Valur Jensson, 1.8.2013 kl. 09:52

10 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það þarf engin áhlaup á þessa ríkisstjórn, hún mun fremja eigið sjálfsmorð á mettíma.

Jón Ingi Cæsarsson, 1.8.2013 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband