Þriðjudagur, 30. júlí 2013
ESB-sinnar verða að éta ofan í sig
Áróður ESB-sinna undanfarin ár er að Ísland sé einangrað í alþjóðaviðskiptum er standi utan Evrópusambandsins og búi við krónu sem lögeyri. Útlendingar í viðskiptaerindum líta ekki svo á.
Ben Iosefa, framkvæmdastjóri á orkusviði Methanex segir CRI búa yfir sjálfbæru viðskiptamódeli og geti hagnast á tækninni sem þeir búa yfir. Hann segir að Ísland standi vel að vígi efnahagslega samanborið við önnur Evrópulönd. Hreinskiptni einkenni menninguna og reglurnar séu skýrar. Því hafi verið auðveld ákvörðun að fjárfesta á Íslandi.
Tilvitnunin hér að ofan er í frétt RÚV, sem ekki leggur sig í framkróka að birta efni andstætt málstað ESB-sinna.
Hvaða ESB-sinni ætlar að stíga fyrstur fram og éta opinberlega ofan í sig einangrunaráróðurinn?
Kaupa hlut í CRI fyrir 600 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Með því að ganga í ESB erum við að einangra okkur og loka okkur af frá umheiminum.
Ómar Gíslason, 30.7.2013 kl. 20:08
ég er esb sinni og mig langar frektar til að vita hvað þú ert að 'éta' fyrst þér finnst þetta svona stefnumarkandi
Rafn Guðmundsson, 30.7.2013 kl. 20:32
Þessi frétt sýnir að fullveldissinnar höfðu allan tímann rétt fyrir sér,sem svo sannarlega er til að miklast yfir. Hvernig er annað hægt þegar ríkisstjórn Sigmundar er rétt komin úr start holunum og stórríki í vestri sýna okkur traust og það sem meira er,það var auðveld ákvörðun hjá þeim að fjárfesta á Íslandi.
Helga Kristjánsdóttir, 30.7.2013 kl. 22:19
Hann Rafn er alveg með á hreinu hvernig á að svara svona greinum MÁLEFNALEGA.......
Jóhann Elíasson, 30.7.2013 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.