Hanna Birna á gráu svæði

Allir sæmilega læsir pólitíska strauma íslensks samfélags vita að meginþorri þjóðarinnar tortryggir útlendinga sem koma til landsins með fullar hendur fjár til að kaupa land. Kínverski vinur Össurar, félagi Núbo, og tilraun hans að kaupa prósentuhlut af Íslandi er enn í fersku minni.

Rök Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra fyrir því að afnema reglugerð Ögmundar Jónassonar fyrrum innanríkisráðherra um takmarkanir á kaupum útlendinga á fasteignum hér á landi eru klén svo ekki sé meira sagt.

Hanna Birna er komin á grátt svæði og þarf að svara hverra hagsmuna hún gengur.


mbl.is Nemur reglugerð Ögmundar úr gildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólbjörg

Er þetta málefnið sem brann mest á Hönnu Birnu að koma í verk í landspólitíkinni?

Þessi ákvörðun mun trúlega hafa mikill áhrif á fasteignaverð góðra eigna. Gera má ráð fyrir miklum hækkunum því samkvæmt gengi íslensku krónunnar eru "útlendingar" að fá fasteignir hér á hálfvirði miðað við íslendinga sjálfa. Svo vita allir að fasteignasölum er mikið í mun að fá sem hæst verð fyrir eignir.

Sólbjörg, 25.7.2013 kl. 21:23

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þá breyti ég bara reglugerðinni aftur til fyrra horfs!!! Annars er best að hlusta á öll rök, þótt sýnist mín sannfæring og Ögmundar halda.

Helga Kristjánsdóttir, 25.7.2013 kl. 23:38

3 Smámynd: Sólbjörg

Hef alltaf haldið að enginn einn ráðherra gæti breytt reglugerðum nema leggja fram frumvarp til umræðu sem færi svo til atkvæðagreiðslu í þinginu. Er það virkilega ekki svo?

Sólbjörg, 26.7.2013 kl. 05:41

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Þetta er til þess að Hanna Birna verður aldrei Forsætisráðherra sem betur fer enda er hún pólitízk loftbóla sem springur fljótlega.

Kveðja frá Lagos.

Jóhann Kristinsson, 26.7.2013 kl. 05:47

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sólbjörg, reglugerð er annað en lög

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.7.2013 kl. 09:19

6 Smámynd: Sólbjörg

Takk fyrir það Gunnar, en svo afdrifarík reglugerð þessi sem og aðrar ætti ekki að vera á valdi einnar manneskju að ákvarða.

Sólbjörg, 26.7.2013 kl. 10:20

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Að afnema eina af fáum skynsamlegum ákvörðunum fyrrverandi stjórnar er alveg út í hött.

Það er af nógu öðru að taka...

Kolbrún Hilmars, 26.7.2013 kl. 13:56

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ánægjulegt að Páli er annt um meginþorra þjóðarinnar.

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 26.7.2013 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband