Varúð: græðgisvæddir bankamenn komnir á kreik

Starfsmenn Landsbankans, þar sem meðallaun eru yfir 600 þúsund á mánuði, fengu nýlega gefins hlut í bankanum upp á 1,7 milljónir að lágmarki. Starfsmennirnir gerðu nákvæmlega ekkert til að verðskulda gjöfina, mættu bara í vinnuna eins og aðrir. Og mikill vill meira.

Hagdeild Landsbankans vill að ríkið selji bankann. Hagdeildin lærði ekkert af hruninu og hefur í frammi gömlu útrásarrökin: ,,Sala á eignarhlut ríkisins í bönkunum er augljós upphafsleikur enda er það ekki hlutverk ríkisins að standa í miklum bankarekstri." 

Jamm, hagdeild Landsbankans veit vitanlega allt um hlutverk ríkisins. Oflaunaðir ríkisstarfsmenn bankans eru nýbúnir að fá milljónagjöf og sjá ekki fram á að fá meira í úr þeirri áttinni. Þá er um að gera að selja batteríið til að hægt sé að gera nýja græðgisamninga, bankamönnum til hagsbóta.


mbl.is Skuldastaðan kallar á sölu ríkiseigna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

„Ríkissjóður stuðlaði á sínum tíma að enduruppbyggingu bankakerfisins með hlutafjárframlagi og lánveitingum þar sem eignir standa á móti þeim stuðningi sem veittur var...." Ég veit nú ekki betur en að ríkissjóður hafi stuðlað að mögulegu framtíðargjaldþroti Íslands með sinni "enduruppbyggingu bankakerfisins." Staðan er einföld: Við ráðum ekki við erlendar skuldir okkar vegna aðgerða fólks fyrir hrun og þessarar svokölluðu enduruppbyggingar.

Það er auðvitað alveg kyngimagnað að þeir flokkar hérlendis sem hafa gagnrýnt niðurskurðarstefnu evrusvæðisins í niðursveiflu skuli svo bregða á nákvæmlega sömu ráð þegar þeir komast til valda, þ.e. niðurskurði og sölu ríkiseigna. Og ef þetta fólk heldur að áframhaldandi samþjöppun á íslenskum markaði, með að leyfa lífeyrissjóðum að kaupa banka, færi okkur eitthvað annað en enn stærra framtíðarhrun, þá veit ég ekki í hvaða heimi þetta fólk lifir.

Planið er sem sagt að leyfa lífeyrissjóðum að kaupa banka, leyfa svo genginu að falla vegna "enduruppbyggingarinnar" og fá verðbólgu til að blása út verðtryggðar eignir lífeyriskerfisins til að viðhalda þeirri ímynd að ósjálbært lífeyriskerfi sé sjálfbært. Svo ég fari nú ekki út í þau áhrif gengisfalls á erlendar skuldir okkar.

Ég veit ekki um aumkunarverðari stjórnun mála en er hér á landi.

Flowell (IP-tala skráð) 25.7.2013 kl. 14:40

2 Smámynd: Sandy

Ég get ekki verið meira sammála, en ætli það búi ekki meira að baki þessu en sala bankanna, þeir eru allir búnir að fá nóg af bönkunum,svo gæti líka farið svo að verðtrygging verði dæmd ólögleg og þá hvað? Nei ætli að baki þessu tali öllu standi ekki löngunin til að selja Landsvirkjun ásamt fleiri orkuauðlindum okkar, þeir eiga nefnilega eftir að rústa því kerfi. ÞJÓÐIN MÁ BARA EKKI LÁTA ÞAÐ GERAST.

Sandy, 25.7.2013 kl. 16:12

3 identicon

Náttúruauðlindir voru og eru alltaf næsta skref á eftir hreinsun fjármálakerfis.

Flowell (IP-tala skráð) 25.7.2013 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband