Mánudagur, 22. júlí 2013
Landsbanki almennings - eða starfsmanna?
Stórfelldir kaupaukar til starfsmanna Landsbankans eru siðlausir. Að því marki sem starfsmenn bankans hafa unnið fyrir kaupaukanum er það með grimmdarinnheimtu á stökkbreyttum skuldum.
Vigdís Hauksdóttir á heiður skilinn að taka málið föstum tökum.
Það verður að vinda ofan af þessu hneyksli.
Athugasemdir
Ansi draga gjörningar fyrri ríkisstjórnar langt, þar með þessi ,veiðileyfi, að tillögu kröfuhafa gamla L.Í. á stritandi pöpulinn,sem bankastarfsmenn þiggja himinháar greiðslur fyrir. En þeir sem veiða björg í bú landsmanna skulu borga óheyrilegt veiðigjald. Sem betur fer er komin stjórn sem lætur ekki ranglætið viðgangast, já Vigdís tekur þetta föstum tökum.
Helga Kristjánsdóttir, 22.7.2013 kl. 19:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.