Mánudagur, 22. júlí 2013
Baldur prófessor í skilningsleysi
Þingflokkur VG klofnaði á síðasta kjörtímabili vegna þess að forystan sveik grundvallarstefnu flokksins, að halda Íslandi utan Evrópusambandsins. Svikin voru þjónkun við Samfylkinguna, sem er eini stjórnmálaflokkur landsins með ESB-aðild á stefnuskrá sinni.
Baldur Þórhallsson fattar ekki þessi einföldu grundvallarsannindi um ríkisstjórn Jóhönnu Sig. og á Baldur þó að heita prófessor í stjórnmálafræði. Upphafssetning uppgjörs Baldurs í Fréttablaðinu er eftirfarandi
Sundrung innan raða stjórnarflokkanna, og þá einkum innan Vinstri grænna, er ef til vill helsta ástæða þess afhroðs sem þeir guldu í síðustu alþingiskosningum
Til sundrungarinnar var stofnað strax í upphafi þegar Samfylkingin knúði VG að svíkja grundvallarstefnumál flokksins og fallast á að sækja um aðild að ESB.
Takmarkaður skilningur prófessorsins á stjórnmálum er undirstrikaður nokkrum setningum síðar.
Samfylkingunni var refsað harkalega fyrir að hafa hvorki tekist að koma helstu stefnumálum sínum í framkvæmd með Vinstri grænum né Sjálfstæðisflokknum.
Bíddu, var Samfylkingin ekki í ríkisstjórn með VG? En átti engu að síður að koma stefnumálum sínum í framkvæmd með stuðningi Sjálfstæðisflokksins?
Baldur þekkir innviði Samfylkingar enda varaþingmaður flokksins á síðasta kjörtímabili. Hann segir þingmenn vinstriflokkanna hafa ,,dansað í kringum sjálfa sig" til að komast á forsíðu Morgunblaðsins. Líklega talar Baldur þar af reynslu.
Athugasemdir
Er það misminni í mér að Samfylking og Sjálfstæðisflokkur hafi verið saman í stjórn 2007 til 2009?
Ár & síð, 22.7.2013 kl. 10:35
Jú, Ár og síð, og þjóðin verðlaunaði Samfylkingunni stjórnarsetuna 2007 til 2009 með því að gera flokkinn stærsta stjórnmálaflokk landsins í þingkosningunum vorið 2009, - tæp 30 prósent fylgi. Varla er það refsing?
Páll Vilhjálmsson, 22.7.2013 kl. 10:49
Nei, refsingin kom líklega síðar því kosningarnar 2009 snerust um að refsa Sjálfstæðisflokknum fyrir 18 ára stjórnartíð sem lauk með hruninu. Þegar kjósendur gerðu upp hug sinn 2013 held ég að minni þeirra gæti hafa náð aðeins lengra aftur en fjögur ár, til 2009.
En allt eru þetta auðvitað getgátur, bæði hjá þér, mér og Baldri.
Matthías
Ár & síð, 22.7.2013 kl. 10:59
Jú, Matthías, en sumar getgátur er langsóttari en aðrar. Að segja tap Samfylkingar 2013 vera vegna stjórnarsamstarfsins 2007 til 2009 er býsna langsótt. Einkum þegar kosningasigurinn 2009 er hafður í huga.
Páll Vilhjálmsson, 22.7.2013 kl. 11:38
Langsækni hefur löngum einkennt íslenska stjórnmálaumræðu, það ættir þú nú að þekkja ;-)
Ár & síð, 22.7.2013 kl. 13:02
Ég er ósamála þessu öllu. Samfylkingin tapaði ekki svona illa vegna stefnu sinnar í evrópusambandið eða ístöðuleysis samstarfs floksins.
Ég held að tapið 2013 stafi aðlega af langri röð mistaka sem gerð voru í tíð Jóhönnustjórnarinnar þar sem fólkið sem stjórnaði afhjúpast sem grunnhyggnir kjánar, fyrir fólkinu sem hafði kosiða það.
Klúður 1. Póltíkusarnir í samfylkingunni lásu ekki lögin um innistæðutryggingar þeir trúða bara því sem koma frá ESB um málið og skildu ekki hvað fólst í Svavarssamningunum. Þau í reynd vissu aldrei um hvað verið var að semja og fólkið sem teysti þeim fyrir atkvæðinu sínu sér það í dag.
Klúður 2. Að kalla aðlögunar ferilið að ESB samningaviðræður til að kíkja í pakkan og fleira í þeim dúr til að fá fólk til fylgis við aðlögunina. Margir sem kusu samfylkinguna vegna jafnaðarstefnunar og vildu kíkja í pakkan sjá núna að það vara aldrei í boði og reynist annað hvort hafa verið hvimleið þýðingarvilla íslenskra sambandsinna eða fölsun.
Klúður 3. Andstaða við almennar aðgerðir í þágu skuldsettra heimila í landinu og að fara bara í aðgerðir fyrir þá sem líklega hefðu orðið gjaldþrota , eru öruglega einhver stærstu efnahgslegu mistök sem gerð ahafa verið í íslandsögunni. Margir fyrrum kjósendur samfylkingarinnar sjá orðið stóra samhengið í því.
Klúður. 4 Engin í samfylkingun virtist sjá fyrir vanda Evru svæðisins og þeir höfð varla sleppt orðinu um að með evru hefði ekkert hrun orðið á íslandi þegar evrulöndi fóru að hrynja hvert af öðru.
Ég gæti haldið áfram lengi enn en þetta eru 4 dæmi um hrapaleg mistök sem nú blasa við kjósendum flokksins. Þetta eru mistök sem hægt hfði verið að forðast með því einu að lesa í gögnin og setja sig inn í málin áður en vaðið er af stað. það er bara þannig að þegar nær allt sem spámenn floksins seigja reynist vera bull og vitleysa þá tapa þeir fylgi.
Guðmundur Jónsson, 22.7.2013 kl. 15:17
Stjórnmálaumræða og hegðun kjósenda í kosningum er sitthvað, Matthías.
Páll Vilhjálmsson, 22.7.2013 kl. 15:18
Prýðileg samantekt, Guðmundur.
Páll Vilhjálmsson, 22.7.2013 kl. 15:19
Guðmundur og fleiri: Ég skil ykkur ekki sem talið um afhroð samfylkingarinnar að þora aldrei að nefna aðal vandamálið: Jóhönnu Sigurðardóttur. Sjaldan held ég að nokkur stjórnmálaforingi hafi goldið eins mikið afhroð og hún ekki síst vegna persónutöfra hennar eða skorts á þeim. Hún var ömurlegur foringi og uppskar eins og hún sáði, flokkur hennar hafnaði henni. Einfalt.
Örn Johnson, 22.7.2013 kl. 22:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.