Páll Magnússon og einangrun RÚV

Fyrir nokkrum dögum skrifaði Páll Magnússon útvarpsstjóri andmælabréf í Fréttablaðið og tók fram að hann skrifaði ekki í Morgunblaðið. Mogga-bindindi Páls stóð ekki lengi, hann var mættur í Morgunblaðið í morgun að segja okkur hvers vegna almenningur ætti að borga milljarða til RÚV.

Baugsmiðlar Jóns Ásgeirs bíða eftir hruni RÚV til að hirða hræið. Íhaldsmenn, hvorki til hægri og vinstri, verja ekki RÚV og er það af sem áður var. Eini hópurinn sem telur RÚV eiga hlutverki að gegna er 12,9 prósent liðið í Samfylkingunni. Samfylkingarmínútur handa málssvörum 12,9 prósent flokksins og fréttafölsun í þágu ESB-trúboðsins grafa undan trúverðugleika stofnunarinnar.

RÚV er sjálfu sér verst.


mbl.is Vill umræðu um rekstur RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Væri það eðlilegt ef útvarpsstjóri skrifaði í yfirlýstann áróðurssnepil sægreifa ?

hilmar jónsson, 19.7.2013 kl. 13:02

2 Smámynd: Jón Kristján Þorvarðarson

Hjálp, hjálp, kallið á sjúkrabíl! Páll Vilhjálmsson er að fara úr RUV-hjörunum og Gunnar Bragi úr RUV-límingunni. Eitraður samfylkingarseiður bruggaður í Efstaleitinu segja þeir í (grát)kór...bannfærum RUV og leiðum Hallgrím Helgason á bálköstinn.

Jón Kristján Þorvarðarson, 19.7.2013 kl. 13:27

3 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Það er athyglisverð fylking sem Páll leiðir gegn RÚV. Hrunvaldar og sérhagsmunaráðherrar.

Hjálmtýr V Heiðdal, 19.7.2013 kl. 13:32

4 Smámynd: Ólafur Als

Skemmtilega pirradir i athugasemdum, sumir hverjir. Hjalmtyr sinu bestur; telur væntanlega ad "sitt" folk hafi ekkert haft med hrunid ad gera. Svona er nu innansveitarkronika kratans. Afneitun er hans helsta vopn.

Ólafur Als, 19.7.2013 kl. 14:48

5 Smámynd: Elle_

Merkilegt hvað landsöluflokkurinn er alltaf jafnsaklaus að þeirra sjálfra dómi og að meðtöldum Hallgrími kjaftasöguhöfundi.  Flokkurinn var bara aldrei í stjórn.  Tókst samt að kolfalla og nánast hverfa í apríl.  

Elle_, 20.7.2013 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband